fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

Ofurlýs sem verða ekki drepnar

Vísbendingar um aukið ónæmi lúsa fyrir algengum lyfjum

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 4. mars 2016 23:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum.“ Lýsinguna hér að framan er að finna á vef embættis landlæknis.

Höfuðlúsin festir reglulega rætur í skólum um allan heim, en í Bandaríkjunum er talið að á bilinu sex til tólf milljónir barna fái lúsina á hverju ári. Sem betur fer hefur hún hingað til verið nokkuð auðveld viðureignar og hafa lúsakambarnir og lúsadrepandi efni reynst vel.

Nú eru blikur á lofti því vísbendingar eru uppi um að lúsin sé að stökkbreytast á þá leið að venjuleg lausasölulyf duga ekki lengur til í baráttunni gegn henni. CNN greinir frá þessu og segir að vísbendingar um þetta hafi fyrst komið í ljós á tíunda áratug liðinnar aldar. Staðreyndin sé samt sú að í dag eru slíkar lýs orðnar mun algengari en áður.

CNN vísar meðal annars í rannsókn frá árinu 2014 þar sem tekin voru sýni úr 84 einstaklingum sem allir voru með lús. Nærri allar lýsnar voru með stökkbreytt gen sem þýðir að þær voru í raun ónæmar fyrir efnunum permethrin og pyrethrin sem alla jafna er að finna í hefðbundnum lúsadrepandi efnum sem fást án lyfseðils. Rannsóknin var endurtekin í fyrra og þá var hlutfallið svipað, en úrtakið stærra og frá fleiri ríkjum Bandaríkjanna en fyrri rannsóknin.

Tekið er fram í umfjöllun CNN að niðurstöðurnar hafi verið kynntar í ágúst í fyrra, en niðurstöðurnar hafa ekki verið metnar af óháðum aðila sem er forsenda þess að þær fái að birtast í ritrýndu vísindariti.

Í samtali við CNN segir Dr. Barbara L. Frankowski, prófessor í barnalækningum við Vermont-háskóla, að ónæmi sé algengara á svæðum þar sem lyf gegn lúsinni hafa verið notuð í lengri tíma. Lyfin virka þannig að virku innihaldsefnin komast inn í taugafrumur lúsarinnar og lamar þær sem leiðir þær að lokum til dauða.

Barbara segir að þrátt fyrir vísbendingar um að lýs séu í auknum mæli orðnar ónæmar mælir hún með áframhaldandi notkum lyfjanna. Þegar öllu er á botninn hvolft segir Barbara að foreldrar barna með lús þurfi ekkert að óttast. Enn sem komið er hafi enginn dáið af völdum lúsar og ólíklegt sé að það muni breytast. Bendir hún einnig á að meðferðir með öflugri lyfjum skili enn góðum árangri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni