fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
FókusKynning

Breytti kútnum í „six pack“

Sagði skilið við skyndibitafæði og bjór – Komst í vaxtarræktarform á 15 mánuðum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. mars 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sebastian David, ungur maður frá Bretlandi, ákvað fyrir rúmu ári síðan að breyta um lífsstíl. Þá var David í yfirþyngd og með mikla bumbu. Nú er hann hins vegar í frábæru formi og keppir í vaxtarrækt.

Í frétt MailOnline er haft eftir David sem segist hafa liðið afar illa þegar hann var í yfirþyngd. Eftir að faðir hans lést, langt fyrir aldur fram, ákvað David breyta algjörlega um lífsstíl.

„Eftir að pabbi dó var ég staðráðinn í bæta bæði líkamlega og andlega heilsu mína,“ segir David.

Það fyrsta sem David gerði var að hætta að borða skyndibita, sem hann borðaði í nánast öll mál. Í staðinn fyrir skyndibita, sem hann eyddi að jafnaði um 20 þúsund krónum í á viku, fór David að borða hollan og næringarríkan mat. Að auki hóf hann að fara reglulega í ræktina og hætti að drekka bjór.

„Ég byrjaði á því að fara þrisvar sinnum í ræktina á viku og eftir hverja viku sá ég árangur.“

Með þessari lífsstílsbreytingu tókst David að léttast um 25 kíló og komast í frábært form. Nú þegar 15 mánuðir eru liðnir frá því að David hóf átakið er bumban algjörlega horfin og í staðinn sjást aðeins magavöðvar, eða „six pack“ eins og það er gjarnan kallað.

Árangur Davids vakti athygli í líkamsræktinni þar sem hann æfir. Hann var svo hvattur til að taka þátt í vaxtarræktarmóti fyrir skemmstu. David ákvað að slá til og endaði hann í 17 sæti.

„Eftir að verið í átakinu í nokkra mánuði fór ég að birta myndir af árangrinum á netinu og fengu þær frábærar móttökur. Ári síðan var ég staddur á vaxtarræktarmóti. Það var eitthvað sem ég bjóst aldrei við að gera,“ segir David sem ætlar að halda áfram að keppa í vaxtarrækt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“