Gluggaþvottur fyrir allar stærðir húsa, allt frá hæstu blokkum niður í eldhúsglugga
Brátt fer í hönd sá árstími þegar mest er að gera í gluggaþvotti en aðalvertíðin í þeim bransa er frá miðjum apríl og fram í júlí, þó að slík verkefni hafi jafnast nokkuð út yfir árið frá því sem áður var. Mikilvægt er fyrir markaðinn að geta leitað til aðila sem anna eftirspurn og hafa tækjabúnað til að taka að sér stór og smá verkefni. Glersýn sf. er klárlega slíkur aðili en fyrirtækið á tvo öfluga körfubíla.
„Með því að eiga okkar eigin körfubíla getum við boðið betra verð auk þess að anna alltaf eftirspurninni,“ segir Ingvi Reynir Berndsen hjá Glersýn. Annar körfubílanna sem fyrirtækið á er stærsti körfubíll landsins, með 35 metra bómu, og dugar hann í flestöll verkefni sem til staðar eru á þessum markaði.
Hinn körfubíllinn, með 22 metra bómu, er nýuppgerður á glussakerfi, þannig að hann notast lítið við rafmagn og er því afar fljótvirkur og einfaldur í notkun.
Glersýn sf. er rótgróið fyrirtæki sem býður upp á fjölbreytta hreingerningarþjónustu þó að gluggahreinsun hafi verið aðalsmerki fyrirtækisins í gegnum árin þar sem það leggur mikla áherslu á vönduð vinnubrögð, að sögn Ingva Reynis Berndsen.
„Fyrirtækið var stofnað árið 2002 en byggir á gömlum grunni þar sem stofnandi þess, Ingvar Berndsen, rak það á eigin kennitölu frá árinu 1989. Starfsemin hefur vaxið mikið síðan árið 2000 eftir að öll háhýsin voru byggð á höfuðborgarsvæðinu og starfsmenn okkar búa yfir mikilli reynslu. Við sérhæfum okkur í gluggaþvotti og erum með margvísleg fyrirtæki í viðskiptum hjá okkur; verslanir, smærra skrifstofuhúsnæði og háhýsi auk heimila,“ segir Ingvi.
Eins og áður segir býður Glersýn upp á fjölbreitta hreingerningaþjónustu sem felur í sér m.a. iðnaðarþrif, gólfbónun, teppahreinsun og almenna ræstingarþjónustu.
Ingvi segir það algengan misskilning að Glersýn þjónusti einungis stór fyrirtæki.
„Glersýn sér um gluggaþvott fyrir allar stærðir húsa, allt frá hæstu blokkum niður í staka eldhúsglugga. Við erum með mörg heimili í áskrift og nær öll fyrirtæki sem skipta við okkur eru í áskrift enda felast mikil þægindi í því fyrirkomulagi. Lítil fyrirtæki fá okkur í heimsókn vikulega eða á tveggja vikna fresti en stærri fyrirtækin, sem eru í tveggja til þriggja hæða húsum, fá okkur gjarnan mánaðarlega. Við þvoum glugga í háhýsum hins vegar tvisvar til fjórum sinum á ári,“ segir Ingvar
Flestir viðskiptavinir Glersýnar eru á höfuðborgarsvæðinu en starfsmenn þess fara þó reglulega í nálæg bæjarfélög:
„Við höfum undanfarin ár einnig þjónustað heimili og fyrirtæki á Snæfellsnesi, Akranesi, í Borgarnesi, á Selfossi og í Hveragerði og fyrirtæki á Suðurnesjum.“
Nánari upplýsingar um Glersýn og þjónustu fyrirtækisins má fá á heimasíðu og Facebook-síðu fyrirtækisins.