Í byrjun árs 2014 sameinuðust tvö rótgróin glerframleiðslufyrirtæki, Glerborg og Glerslípun & Speglagerð, undir nafni Glerborgar. Glerborg hefur verið starfrækt í rúm 40 ár eða frá árinu 1972. Glerslípun & Speglagerð var hins vegar stofnað hálfri öld fyrr, eða 1922. Fyrirtækið varð enn öflugra síðla árs 2014 þegar Glerborg og Emar Byggingavörur sameinuðust.
Rúnar Árnason er forstjóri Glerborgar og segir hann Glerborg og Glerslípun & Speglagerð hafa verið í fremstu röð á sínu sviði frá stofnun. „Fyrirtækin hafa innleitt nýjungar og jafnframt verið brautryðjendur í framleiðslunýjungum og sértækum lausnum jafnt fyrir einstaklinga og fyrirtæki.“
Glerborg framleiðir spegla og gler af mörgum gerðum. Fyrirtækið flytur auk þess inn tvöfalt gler, viðhaldsfría PVC-u glugga, timburglugga, álglugga, útihurðir, hert gler og samlímd öryggisgler. Þá býður Glerborg upp á fjölbreyttar og flottar lausnir í glerveggjum í skrifstofurými.
„Við hjá Glerborg vorum að setja glæsilega og glænýja vefsíðu í loftið sem við mælum með að áhugasamir heimsæki því eitt hennar meginhlutverka er að þjóna öllum viðskiptavinum okkar, stórum jafnt sem smáum, og auðvelda þeim að finna það sem þeir eru að leita að. Með þessu aukum við enn frekar þjónustu okkar,“ segir Rúnar.
Með því að skoða heimasíðu Glerborgar getur þú fundið allar vörutegundir sem eru í boði hjá Glerborg á einfaldan hátt, hvort sem um ræðir gler, glugga og hurðir, spegla, Thermory-viðinn eða aðrar vörur. Síðan var sérstaklega hönnuð til þess að virka einnig vel í snjalltækjum svo þú getur skoðað hana í spjaldtölvunni eða símanum þegar þér hentar.
*„Vefsíðan sýnir metnað okkar í því að verða langbestir í gleri. Við leggjum mikla áherslu á myndir og myndræna framsetningu á vefsíðunni. Það auðveldar þér að sjá hvort sú vara sem þú ert að íhuga hentar þér og getur hæglega sparað þér tíma og fyrirhöfn. Að sjálfsögðu er þó alltaf best að kíkja í heimsókn til okkar hingað í Mörkina og þiggja bæði kaffibolla og góð ráð hjá sérfræðingunum,“ segir Rúnar.
Glerborg
Mörkinni 4
Reykjavík
Sími: 565 – 0000.
Netfang: glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is