fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
FókusKynning

Þessi mynd er að slá rækilega í gegn

Fangaði augnablikið fullkomlega

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. mars 2016 16:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinnuljósmyndarinn Abbie Rogers hefur tekið þúsundir mynda af fjölskyldum. Eins og gengur og gerist eru sumar góðar á meðan aðrar fara beint í ruslið. Svo eru í safni Abbie myndir sem fá fólk til að brosa, eins og myndin hér að ofan.

Abbie er bresk og hefur starfað við ljósmyndun í fimm ár. Hún birti meðfylgjandi mynd á Facebook-síðu sinni og er óhætt að segja að hún hafi fangað augnablikið fullkomlega þegar nýr fjölskyldumeðlimur ungra foreldra kíkti í myndatöku í settið. Eins og glöggir lesendur sjá þurfti sá stutti að pissa og hvar er betra en að gera það en í fanginu á mömmu sinni?

„Við hlógum öll að þessu, sérstaklega þegar við sáum myndina,“ segir Abbie í viðtali við Mirror, en svipurinn á foreldrunum er kostulegur. Drengurinn á myndinni heitir Pryor og er þriðja barn foreldra sinna. Abbie einbeitir sér aðallega að fjölskyldumyndatökum og hafa ófáir nýburar komið í heimsókn til hennar.

Aðspurð hver lykillinn sé að því að ná góðum myndum af nýfæddum börnum, segir Abbie að þolinmæði sé regla númer 1, 2 og 3. „Ég flýti mér aldrei í gegnum myndatökuna og fer alltaf á sama hraða og barnið,“ segir Abbie.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ