Uppsetning, áletrun og ígrafin mynd fylgir öllum legsteinum
Graníthöllin er í rúmgóðu og fallegu húsnæði í Hafnarfirði þar sem vel er tekið á móti öllum, enda ávallt heitt á könnunni á þeim bænum og bakkelsi í boði.
Þessa dagana býður Graníthöllin upp á sérlega hagstætt tilboð. Veglegur kaupauki fylgir öllum legsteinum. Áletrun og uppsetning fylgir í verði. Ígrafin mynd og spörfugl fylgir minni steinum og ígrafin mynd, granítvasi, lukt og batterískerti fylgja stærri steinunum.Starfsmenn Graníthallarinnar sjá svo um að koma honum fyrir á leiði viðkomandi. Sú þjónusta er alfarið innifalin sé uppsetning innan Stór-Reykjavíkursvæðisins, en vægt viðbótargjald bætist við sé ferðinni heitið út á landsbyggðina. Granítlukt fylgir öllum steinum nema þeim sem eru með luktargati sem granítluktin passar ekki í, þeim steinum fylgir Rossato bronslukt. Verðtilboð á legsteini með öllu innföldu er frá kr. 149.000,-
Hægt er að skoða úrval af fallegum legsteinum á heimasíðunni www.granithollin.is
Heiðar Steinsson, eigandi Graníthallarinnar, segir að nú sé að fara í hönd sá árstími þegar auðveldara er að eiga við lagfæringu á legsteinum. Við erum með einstaklega gott tilboð þessa dagana; allt innifalið með öllum legsteinum, með stærri steinum eru granít lukt, granít vasi, batterískerti, áletrun og uppsetning á höfuðborgarsvæðinu innifalin, með minni steinum er áletrun og uppsetning innifalin. Við ráðleggjum fólki að vera snemma í því að panta steina til að við eigum möguleika á að setja þá tímalega upp fyrir sumarið.
Legsteinar sem lengi hafa staðið úti í veðri og vindum eiga það til að láta á sjá, eins og við Íslendingar þekkjum. Það gerist stundum að ýmis óhreinindi festast við steininn og oft á tíðum dofnar letur eða málning flagnar úr – svo áletrunin verður jafnvel ólæsileg. Frost og þýða, með mikilli bleytutíð inn á milli, getur komið róti á jarðveginn og valdið því að legsteinar taki að halla,“ segir hann.
Þar koma starfsmenn Graníthallarinnar sterkt inn; því bæði viðhald og þrif eru mikilvægir þættir í starfseminni. „Hjá okkur vinna menn með áralanga reynslu og þeir eru vel tækjum búnir. Graníthöllin tekur að sér viðgerðir og viðhald allra tegunda legsteina, þrif og endurmálun leturs, auk þess að rétta við steina og styrkja jarðveg eða undirstöður. Það reynist fólki mjög vel að leita til fagaðila með reynslu á þessu sviði. Við hvetjum aðstandendur til þess að huga að þessum vorverkum sem fyrst.
Uppsetning felst í því að koma legstein á sinn stað. Vinnuaðferð Graníthallarinnar er sú að grafið er niður í leiðið og þar í settur hellusandur til að mynda sterka undirstöðu fyrir legsteininn og beðramma, þegar það á við. „Við setjum upp legsteina á höfuðborgarsvæðinu og nágrannabyggðarlögum og pökkum fyrir landsbyggðina þar sem við sendum um allt land.“
Að sögn Heiðars býður Graníthöllin fallega og vandaða legsteina og fyrsta flokks þjónustu á samkeppnishæfu verði. „Graníthöllin býður upp á fjölbreytt úrval legsteina úr graníti. Um er að ræða allt frá einföldum og klassískum legsteinum, upp í skrautlega steina með miklum útskurði. Í verslun okkar að Bæjarhrauni 26 erum við með yfir hundrað gerðir af legsteinum og þú finnur ekki það sem þú leitar að er ekkert mál að sérpanta, eftir óskum hvers og eins. Það er ekki dýrara og því ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Heiðar að lokum.