fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
FókusKynning

Sér eftir því að hafa hætt í kláminu: Blönk, niðurlægð og fær ekki vinnu

Bree Olson hætti að leika í klámmyndum til að geta lifað eðlilegu lífi og njóta virðingar – Það hefur reynst þrautin þyngri

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 26. mars 2016 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástæða þess að hún hætti er sú að hún vildi lifa eðlilegu lífi og án þess áreitis sem fylgir því að vera vinsæl klámmyndaleikkona. Þessi iðnaður veltir milljörðum Bandaríkjadala árlega og var Olson en vinsælasta klámmyndaleikkona Bandaríkjanna áður en hún ákvað að hætta.

Eins og kynferðisglæpamaður

Þó að fjögur ár séu liðin hefur líf Olson ekki verið neinn dans á rósum síðan þá. Hún verður enn fyrir stöðugu áreiti og segir að fólk komi fram við hana eins og hún sé kynferðisglæpamaður. Stundum líða dagar, jafnvel vikur, milli þess sem Olson fer út úr húsi. Olson skrifaði um reynslu sína á vefinn The Daily Dot, en áður lýsti hún þessari reynslu sinni þáttaröð sem ber heitið Real Women Stories. Myndband úr þættinum má sjá hér neðst í fréttinni.

Heillaðist af peningunum

„Þegar ég byrjaði að leika í klámmyndum var ég nítján ára. Mig langaði að prófa mig áfram og fannst þetta heillandi. Á þeim tíma var ég nemi við Purdue-háskólann þar sem ég lagði stund á líffræði. Samhliða námi vann ég við símasölu. Ég flaug til Los Angeles þar sem ég prófaði þetta og það kom mér strax á óvart hversu mikla peninga var hægt að þéna,“ segir Bree um ástæðu þess að hún ákvað að feta þessa braut til að byrja með.

Peningarnir voru helsta ástæða þess að hún hélt í þessum iðnaði og segist hún hafa notið stuðnings vina og fjölskyldu sinnar. Árin liðu og Bree mokaði inn seðlum. Þegar hún var 25 ára ákvað hún að vanda sínu kvæði í kross og hætta, meðal annars til að geta lifað eðlilegra lífi fjarri sviðsljósinu. En það reyndist þrautin þyngri. Það var þá sem hún áttaði sig á dómhörku samfélagsins. „Ég hætti til að reyna að öðlast virðingu á nýjan leik. Ég reyndi og reyndi en sama hvað ég reyndi gekk það ekki. Fólk leit á mig eins og ég væri kynferðisglæpamaður,“ segir hún. Hún áttaði sig svo á því að hún gæti líklega aldrei fengið venjulegt starf, til dæmis við kennslu eða hjúkrun. Auðvelt væri fyrir yfirmenn hennar að reka hana ef skjólstæðingum liði illa í návist hennar.

Út um allt á netinu en fær ekkert greitt

Fjórum árum eftir að Bree sagði skilið við klámmyndabransann eru myndbönd af henni enn á þúsundum klámsíðna, andlitið út um allt. Fleiri þekkja hana en kæra sig um að viðurkenna. Í dag er staðan þannig að Bree sér eftir því að hafa hætt að leika í klámmyndum. Iðnaðurinn er þannig uppbyggður að klámleikarar fá engar greiðslur eftir að þeir hætta að leika í klámmyndum, ólíkt til dæmis tónlistarmönnum sem fá greidd stefgjöld. Hún segist sjá eftir því að hafa snúið baki við peningunum og þeirri ákvörðun að hafa hætt til að öðlast meiri virðingu. „Ég hefði átt að halda áfram í fimm ár í viðbót, að minnsta kosti, til að fjárhagsstaða mín yrði betri. Ég hefði getað lagt nógu mikið fyrir til að þurfa ekki að hafa áhyggjur það sem eftir er.“

Hún segir að skilaboð hennar til ungra stúlkna séu einföld: „Farið varlega. Þegar þú ákveður að fara í þennan iðnað eða hætta í honum mun ekkert gerast af sjálfu sér. Lífið er nógu erfitt fyrir, ekki leggja þetta á þig. Peningarnir eru ekki þess virði þegar upp er staðið. Það var ekki klámið sem skaðaði mig heldur viðbrögð samfélagsins við því að ég ákvað að feta þessa braut,“ segir Bree.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“