fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

Skartgripaverslunin Gullkistan með breitt úrval af þjóðbúningasilfri

Kynning
Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. mars 2016 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkstæði Gullkistunnar hefur verið starfrækt síðan árið 1870 en þá var það verkstæði Erlendar Magnússonar gullsmiðs til ársins 1909. Núverandi eigandi skartgripaverslunarinnar Gullkistunnar, Dóra Jónsdóttir, tók við fyrirtækinu árið 1970 af föður sínum Jóni Dalmannsyni gullsmiði sem átti verslunina og verkstæðið í 40 ár.

Bjóða upp á úrval af þjóðbúningasilfri

Fyrirtækið hefur alltaf boðið upp á fjölbreytt úrval af þjóðbúningasilfri og unnið er meðal annars eftir gömlum munstrum, sem Erlendur Magnússon hafði safnað og mótin sem gerð voru fyrir sandsteypu fylgdu verkstæðinu. Enn er farið eftir þessum gömlu munstrum, en gömlu mótin eru nú komin í varðveislu í Árbæjarsafni.

Sérhannaðir skartgripir úr silfri

„Skartgripir úr silfri eru bæði sérhannaðir og einnig er unnið eftir gömlum munstrum,“ segir Dóra. „Þjóðbúningasilfur er mjög fjölbreytt og geta viðskiptavinir fengið silfur eftir mörgum gömlum munstrum og einnig mjög fjölbreyttu handunnu víravirki. Ef fólk á gamla erfðagripi er hægt að lagfæra þá, hreinsa og gylla eftir þörfum. Hægt er að fá til viðbótar í ýmsum gömlum munstrum, ef eitthvað vantar,“ bætir Dóra við.

Verslunin er staðsett á Frakkastíg 10 og er opið alla virka daga frá kl. 14:00 til 18:00 og laugardaga frá kl. 11:00 til 14:00. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verslunina á heimasíðu hennar thjodbuningasilfur.is/.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni