fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

Varmadælur spara orku og lækka húshitunarkostnað

Kynning

Verklagnir ehf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 21. mars 2016 14:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verklagnir ehf. er leiðandi fyrirtæki í innflutningi, sölu og þjónustu á varmadælum. Verklagnir ehf. starfrækja verslun og sýningarsal að Smiðjuvegi 70 í Kópavogi, í gulri götu, en verkefni fyrirtækisins eru einkum á landsbyggðinni þar sem ekki er að finna jafn hagstæða hitaveitu og á höfuðborgarsvæðinu.

Verklagnir ehf. flytja inn varmadælur frá Daikin og Thermia. Daikin er japanskt fyrirtæki með höfuðstöðvar og framleiðslu í öllum heimsálfum. Verklagnir eiga viðskipti við Daikin Europe sem sér um framleiðsluna innan Evrópu. Thermia er sænskt fyrirtæki í eigu Danfoss. Það framleiðir allar sínar varmadælur í Arvika í Svíþjóð.

Til eru margar útfærslur af varmadælum. „Loft í loft“ dælurnar nýta útiloft til orkusöfnunar og skila hitanum frá sér með lofthitun. „Loft í vatn“ nýta útiloft til orkusöfnunar og skila hitanum frá sér inn á vatnshitakerfi eins og ofna eða í gólfhita. „Vatn í vatn“ dælur sækja yfirleitt orkuna í jörðu en geta einnig sótt hana í vatn eða í sjó; slíkar varmadælur skila alltaf hitanum á vatnshitakerfi, t.d. ofna eða gólfhita; eru þær oft kallaðar jarðvarmadælur.

Verklagnir ehf. bjóða upp á mesta úrvalið af varmadælum á Íslandi. Í verslun og sýningarsal fyrirtækisins að Smiðjuvegi 70 í Kópavogi er hægt að skoða allar helstu útfærslur varmadæla en Verklagnir ehf. bjóða upp á lausnir fyrir allar gerðir húsnæðis, s.s. íbúðarhús, sumarhús, hótel, sundlaugar og atvinnuhúsnæði. Varmadælur hafa einnig reynst vel við að hita upp sundlaugarvatn.

Varmaskiptar
Varmaskiptar

Varmadælur geta lækkað húshitunarkostnað um allt að 85%

Þeir sem búa á köldum svæðum (þar sem ekki er hitaveita) og þurfa að kynda hús sín með olíu eða rafmagni geta lækkað orkukostnað sinn um allt að 85% með kaupum á varmadælu. Það er undir hitakerfi hússins og staðsetningu á landinu komið hversu vel tekst að nýta eiginleika varmadælunnar til lækkunar á húshitunarkostnaði.

Gefum Pétri Bjarna Gunnlaugssyni hjá Verklögnum orðið:

„Við sjáum allt að 85% orkusparnað við bestu aðstæður en sjaldan lægri sparnað en 60% þar sem skipt hefur verið yfir í varmadælu. Slíkum sparnaði er þó ekki hægt að ná nema við vissar aðstæður. Við getum þó sagt með vissu að það sparast allt að tveir þriðju. Sumstaðar á heitum svæðum er notkun varmadælu allt að 50% ódýrari en hitaveita. Þar erum við að tala um dýrari hitaveitur. Snæfellsbær er sennilega það sveitarfélag á Íslandi sem er komið hvað lengst í að hagnýta sér kosti varmadæla til upphitunar. Í björgunarsveitarhúsi Lífsbjargar í Rifi var sett upp varmadæla sem nýtir varma úr sjónum til hitunar á húsnæðinu. Sundlaugin í Ólafsvík nýtir einnig varmadælur til upphitunar, en dælurnar sækja orkuna í kalt vatn úr bæjarveitunni. Við ákveðnar aðstæður getur einnig borgað sig að nota varmadælu í stað hitaveitu þar sem rekstur varmadælu er í sumum tilfellum mun hagkvæmari kostur en hitaveita. Það á einkum við um dýrari hitaveitur.

Í Úthlíð og á fleiri stöðum, þar sem hitaveita er í boði, hafa t.d. verið settar upp varmadælur í sumarhús, en hitaveita í sumarhús er almennt frekar dýr. Rekstarkostnaður hefur verið lægri á varmadælu en af hitaveitu á þessum svæðum.“

Þeir húseigendur sem búa á köldum svæðum geta hins vegar fengið aðstoð við að koma sér upp varmadælu í íbúðarhúsnæði sitt. Aðstoðin er í formi niðurgreiðslu vegna kaupa á tækjabúnaðinum og endurgreiðslu á virðisaukaskatti af kaupverðinu. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Orkustofnun.

Ný og öflug dæla frá Daikin

Verklagnir ehf. hafa á undanförnum árum selt varmadælur í fleiri hundruð hús á landinu og hefur reynslan af þeim almennt verið mjög góð.

Verklagnir ehf. hafa nýverið hafið sölu á nýrri og öflugri loft í loft varmadælu frá Daikin sem getur haldið jöfnu raka- og hitastigi innanhúss, sem aftur dregur úr myndun myglu og bætir lífsgæði verulega.

Verklagnir ehf
Smiðjuvegi 70 | gul gata
200 Kópavogur
Sími: 517 0270
Netfang: verklagnir@verklagnir.is
Opið: mán-fös 10:00 – 18:00

Heimasíða

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni