fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
FókusKynning

Góð framlenging á þjónustu viðskiptavinanna

Kynning

Frakt flutningsmiðlun er þekkt fyrir ótrúlega hraða og góða þjónustu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. mars 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum til að bera feikilega yfirgripsmikið og ítarlegt upplýsingakerfi sem gerir okkur kleift að svara tilboðum innan nokkurra mínútna – og hvaða fyrirtæki vill ekki njóta slíkrar þjónustu? Þetta þýðir nefnilega að þau fyrirtæki sem gera tilboð í flutninga hjá okkur geta líka svarað sínum viðskiptavinum innan nokkurra mínútna um hvenær varan verður komin til landsins,“ segir Bjarni Steinar Bjarnason, sölu- og markaðsstjóri hjá Frakt flutningsmiðlun sem hefur stækkað mjög hlutdeild sína á flutningamarkaðnum undanfarin misseri með framúrskarandi þjónustu þar sem mikill hraði og ört uppfærðar upplýsingar um flutningsferlið eru lykilatriði.

„Við erum framlenging á þjónustu viðskiptavinarins og hröð og örugg þjónusta okkar hefur mikil áhrif á hans orðspor. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir fyrirtæki sem skipta við okkur að fá svör fljótt við alls konar verðfyrirspurnum því þau eru í alls konar slíkum samskiptum við sína viðskiptavini,“

bætir Bjarni Steinar við.

Frakt flutningsmiðlun sérhæfir sig í vöruflutningi til og frá Íslandi, bæði flugfrakt og sjófrakt.

„Við erum lausnamiðað fyrirtæki og bjóðum viðskiptavinum okkar lausnir sem falla að þeirra þörfum, við höfum þróað okkar kerfi í mörg ár og erum alltaf að bæta þjónustuna ennfrekar,“

segir Arnar Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Sú tegund flutninga sem Frakt flutningsmiðlun stundar eru vörusendingarnar af öllum stærðum, eða eins og Arnar Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir:

„Þetta getur verið allt frá einum skókassa upp í mörg tonn eða fjölmörg vörubretti.“

Frakt í takt við tímann

Frakt flutningsmiðlun varð til árið 2010. Í lok þess árs keypti Íslandspóstur hlut í félaginu og er það nú til húsa í póstmiðstöðinni Stórhöfða 32, ásamt hluta af starfsemi Íslandspósts og systurfyrirtækinu TNT. Reksturinn hefur gengið vel undanfarin ár og Frakt flutningsmiðlun er rekin með hagnaði. Slagorð fyrirtækisins er Frakt í takt við tímann og það endurspeglast bæði í skjótum svörum við fyrirspurnum um flutningstíma og stöðugri upplýsingagjöf um flutningsferlið sem viðskiptavinurinn fær að frumkvæði Fraktar flutningsmiðlunar:

„Við höfum búið til afar vel útfært kerfi sem gerir okkur kleift að senda stöðugt frá okkur upplýsingar um stöðu vörusendingarinnar hverju sinni. Hvar varan er stödd í heiminum hverju sinni og hvenær hún er væntanleg. Við tökum því sem mjög jákvæðu merki um ánægju viðskiptavina að hjá okkur hringir síminn nánast ekkert. Við höfum sjálfir frumkvæði að því að senda frá okkur upplýsingarnar og viðskiptavinirnir sjá sjaldan tilefni til að hringja og spyrjast fyrir. Við erum alltaf búnir að upplýsa um allt sem þarf að upplýsa,“

segir Bjarni.

Hæft starfsfólk, traustir samstarfsaðilar og góð kerfi innandyra tryggja framúrskarandi þjónustu

Þróunin í flutningum hefur verið sú að innflutningsfyrirtæki sjá sér meiri hag í að taka minni sendingar örar í stað þess að panta aukið magn í heilgámum. Frakt hefur byggt upp safnstöðvar víðs vegar um heiminn þar sem safnað er saman vörusendingum og þær fluttar heim. Með þessu flutningakerfi nær fyrirtækið hagræðingu sem viðskiptavinir fá að njóta, að sögn þeirra Arnars og Bjarna. Þeir telja jafnframt að þessi þróun stuðli að því að fyrirtæki kaupi hæfilega inn að utan en fyrir hrun hafi margir söluaðilar setið uppi með allt of stóran lager því þeir vildu fylla gáminn sinn.

Bjarni segir að það séu þrjú lykilatriði sem skipti sköpum í rómaðri þjónustu fyrirtækisins. Í fyrsta lagi sé það einstaklega hæft starfsfólk – en fyrirtækið skipar gríðarlega reynslumikið fólk sem þekkir flutningamarkaðinn vel. Í öðru lagi hefur fyrirtækið afskaplega góða og trausta samstarfsaðila sem þekkja íslenskar aðstæður. Í þriðja lagi eru það góð kerfi í upplýsingamiðlun innandyra sem tryggja þjónustuna.

Nánari upplýsingar um fyrirtækið og þjónustuna eru á vefsíðunni frakt.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“