fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

Café Meskí: Kaffi og kræsingar

Kynning

Ellý Vilhjálms á fóninum og íslensk kjötsúpa

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. mars 2016 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það finnast víðar afbragðs kaffihús en í 101 póstnúmerinu. Café Meskí í Fákafeni 9 er slíkur staður en þar ræður ríkjum Guðrún Erla Sumarliðadóttir, sem alltaf er kölluð Erla. Hún segist hafa lengi átt þann draum að opna kaffihús og það varð að veruleika fyrir fjórum árum.

„Svo það er óhætt að segja að hér séu alvöru hnallþórur á boðstólum sem enginn verður svikinn af!
Það er meiriháttar kaffi á boðstólum á Café Meskí frá Kaffitári; kaffi sem bragð er að og svo erum við líka með bjór á krana og allar almennar vínveitingar.

Við bjóðum líka upp á salarleigu fyrir öll tækifæri og hefur það fallið vel í kramið. Við bjóðum velkomna bæði stóra hópa og smáa og erum ýmist með matar- eða kaffiveitingar við allra hæfi. Einnig er sjálfsagt að leigja bara salinn.“

Ellý Vilhjálms á fóninum og íslensk kjötsúpa

„Við bjóðum upp á heitan mat allan daginn og erum einnig með lystugar súpur sem eru gerðar af okkur alveg frá grunni. Í dag er t.d. kröftug íslensk kjötsúpa hjá okkur. Í upphafi vorum við bara kaffihús, með kaffi og kökur, en erum nú sífellt að bæta meira úrvali við matinn. Það má eiginlega kalla okkur fjölskyldufyrirtæki enda vinnur Steinunn, elsta dóttir mín, hér og Gulla, bróðurdóttir mannsins míns, sem ég hef kennt listina,“ segir Erla.
Café Meskí er rólegt og notalegt kaffihús með lágt stillta tónlist svo gestir geti notið þess að spjalla saman á meðan þeir njóta góðra veitinga. Við leggjum líka áherslu á að hafa þægilega, fallega tónlist og oft má heyra hjá okkur lög með Ellý Vilhjálms og aðra músík í þeim dúr. Þetta kunna gestir okkar virkilega að meta.“

Lifandi tónlist næst á dagskrá

„Það ríkir tilhlökkun hér á bæ gagnvart nýjung sem við hyggjumst koma á dagskrá á næstunni en það er lifandi tónlist á kvöldin. Það eru sem sagt spennandi tímar framundan á Café Meskí,“ segir Erla.
Þegar hún er spurð fyrir hvað orðið Méskí standi, hlær hún dátt. „Þetta er orð sem ég bjó til um þriggja ára aldur en þá var ég oft í búleik og með kaffiboð, eins og margra barna er siður. Svo lyfti ég víst upp hægri hendi og sagði: Ég er „Méskí“. Þá átti ég við að ég væri núna fín frú eða dama. Það lá því beinast við að nefna langþráða kaffihúsið mitt þessu nafni,“ segir Erla.

Á Facebook-síðu Meskí má sjá rétti dagsins hverju sinni og gómsætu súpurnar þeirra.
Svo er bara að líta við og skoða matseðilinn í notalegri stemningu.

Café Meskí
Fákafeni 9, 108 Reykjavík l Sími: 533-3010 l cafemeski@gmail.com
Café Meskí á facebook

Opnunartími: 10.00–22.00 alla daga vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni