fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

Losa stíflur úr niðurföllum, hreinsa bílastæði og veita heildarlausn við fóðrun fráveituröra

Kynning

Hreinsitækni ehf.

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. mars 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Yfir veturinn er búið að bera sand og salt á bílastæði til að hálkuverja þau og mikið af efninu skolast niður í niðurföll í miklum rigningum svo þau geta stíflast og myndast þá tjarnir á bílastæðunum. Ef niðurföll eru ekki hreinsuð reglulega getur það komið fyrir að leggir frá niðurföllum stíflist líka,“ segir Lárus Kristinn Jónsson, framkvæmdastjóri Hreinsitækni ehf.

Hreinsitækni býður upp á fjölþætta þjónustu til einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja. Hvað bílastæði varðar hefur fyrirtækið til margra ára boðið upp á niðurfallahreinsun, hreinsun á sandgildrum, lagnahreinsun, að skera rætur úr lögnum og myndun á ástandi lagna. Fyrirtækið hefur líka til umráða minni holræsabíl til að hreinsa niðurföll í bílastæðahúsum.

Lárus segir að Hreinsitækni hafi til margra ára boðið upp á heildstæðar lausnir fyrir einstaklinga, húsfélög og fyrirtæki varðandi fráveitulagnir og hreinsun á bílastæðum.

Þvottabíll
Þvottabíll

Fyrirtækið býður upp á þrif á bílastæðum og bílastæðageymslum. Misjafnt er hvort geymslurnar eru bara sópaðar með gangstéttarsópum eða þvegnar líka með götuþvottabíl. Á stórum bílastæðum er bæði notaður gatnasópur og gangstéttarsópur.

Mest er hugsað um þessi þrif á vorin og sumrin, en færst hefur í vöxt að hugað sé að þessum þáttum allt árið, meðal annars út frá umhverfisþáttum og loftgæðum.

Fóðrun fráveitulagna – heildarlausn

Lögnin er skoðuð gaumgæfilega fyrir hreinsun og viðgerð
Lagnamyndabíll Lögnin er skoðuð gaumgæfilega fyrir hreinsun og viðgerð

Nýr þáttur í starfsemi Hreinsitækni er fóðrun fráveitulagna. Fóðrun ehf. er dótturfélag Hreinsitækni ehf. og sérhæfir sig í fóðrun fráveitulagna, sem er heppileg lausn þegar lagnir eru orðnar gamlar og farnar að leka eða rætur komnar í lagnirnar. Í staðinn fyrir að þurfa að grafa upp gömlu lögnina er hún fóðruð. Fóðrunin felst í því að sokkur er dreginn inn í gömlu lögnina og hann síðan blásinn út og hertur út í þá gömlu. Hreinsitækni sér þarna um alla verkþættina í stað þess að viðkomandi húsfélag eða fyrirtæki þurfi að hringja í marga þjónustuaðila. Má þar nefna myndun á lögn, hreinsun lagnarinnar og mælingu áður en hún er fóðruð.

„Við fóðrum hins vegar bara frá stofnlögn og upp að húsi en aðrir eru í því að fóðra lagnir inni í húsi. Þetta er allt unnið frá stofnlögn í götu og fóðrað upp og tekur tiltölulega stuttan tíma og er hagkvæmari lausn en að grafa mikið. Lögnin er líka mynduð og hreinsuð frá stofnlögn. Hér um að ræða varanlega viðgerð til langs tíma,“ segir Lárus.

Fyrirtækið hefur boðið upp á framangreinda þjónustu allt frá árinu 1976 og hefur því mikla reynslu á þessum sviðum. Hreinsitækni ehf. er staðsett að Stórhöfða 37 Reykjavík en er einnig með útibú á Akureyri sem býður upp á sömu þjónustu í og kringum það svæði.

Yfirgripsmiklar upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins er að finna á heimasíðu fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni