Laugardaginn 19. mars – Annað mót Þrekmótaraðarinnar, 5×5 áskorunin
Laugardaginn 19. mars, fer fram annað mót Þrekmótaraðarinnar 2016, 5×5 áskorunin sem verða haldnir í HK Digranesi og hefjast kl. 9:00. Keppt er í einstaklingskeppni karla og kvenna, parakeppni og liðakeppni karla og kvenna, í flokki 39 ára og yngri og í flokki 39 ára og eldri.
Keppnin er fjölbreytt og spennandi en hún samanstendur af krefjandi æfingum sem reyna vel á þol og styrk keppenda. Jafnan hefur verið mikil stemning meðal áhorfenda og keppenda í keppnum Þrekmótaraðarinnar og má því búast við gríðarlegri stemningu í HK Digranesi á laugardaginn 19. mars. Þess má geta að á fjölmennasta móti Þrekmótaraðarinnar í fyrra voru 500 keppendur skráðir til leiks.
Frítt er fyrir áhorfendur á keppnissvæðið
Gert er ráð fyrir að mótinu ljúki kl. 16:00.
Þrekmótaröðin er stigamót eftirtalinna þriggja keppna yfir árið:
CrossFit Leikarnir – 30.janúar
5×5 Áskorunin – 19.mars
Þrekmót – 7.maí
Sigurvegarar ársins hljóta hina verðugu titila „Hraustasti maður Íslands 2016” og „Hraustasta kona Íslands 2016”.
Nánari upplýsingar um Þrekmótaröðina er að finna á heimasíðu hennar, www.threkmot.is