Á hagstæðu verði og standast væntingar kröfuharðra neytenda
Þráðlausu heyrnartólin Touch, sem komu á markað í fyrra, hafa hlotið einkar góðar viðtökur. Um er að ræða íslenska vöruþróun hannaða af Garðari Garðarssyni.
„Ég byrjaði að þróa Touch-heyrnartólin með það markmið að leiðarljósi að þau stæðust væntingar kröfuharðra neytenda ásamt því að vera á hagstæðu verði. Frá upphafi var ætlunin að þróa og framleiða heyrnartól sem stæðust fyllilega gæðastaðal sambærilegra tækja.
Ég hef verið að vinna að þróun sjónvarpstækja undanfarin ár og í tengslum við þá vinnu fékk ég hugmyndina að því að bæta heyrnartólunum við,“ segir frumkvöðullinn.
„Ég fór til Kína og heimsótti verksmiðjur þar sem ég keypti heyrnartól – sem ég síðan þróaði og breytti. Ég lét sérhanna bæði magnara og bassa. Útkoman reyndist mjög góð; hljómurinn er hreint út sagt frábær og bassinn er brjálæðislega góður.“
Garðar hefur það göfuga markmið að vinna að lækkun raftækjaverðs á Íslandi. Um þessar mundir er hann að þróa sjónvörp sem hann hyggst koma á markað fljótlega. „Fólk á að geta keypt sjónvarpstæki og heyrnartól á viðráðanlegu verði þótt hvergi sé slakað á í gæðakröfum.“
Garðar er afar ánægður með samstarfið við N1:
„Það hafa ekki ýkja margir sýnt áhuga á að leggjast á árarnar með okkur við að koma raftækjaverði niður á Íslandi en N1 hara verið þar fremstir í flokki, enda toppverslanir með margt annað á góðu verði og N1 kortið nýtist viðskiptavinum vel.“