fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
FókusKynning

Ali Baba: Uppáhalds arabíski veitingastaður borgarbúa

Kynning

Stjórnmálamenn sameinast í skyndibitanum á Ali Baba

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. mars 2016 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ali Baba hefur átt miklum vinsældum að fagna og opnaði fyrirtækið nýjan stað í Spönginni fyrir um mánuði. Það ætti að gleðja íbúa í efri byggðum Reykjavíkur en nýi staðurinn er fjölskylduvænn og gott er að setjast þar niður og njóta góðra og spennandi veitinga.

Ekta kebab og brakandi ferskt hráefni

Mynd: Aðsendarmyndir

Ali Baba, sem var opnaður við Ingólfstorg árið 2009, er löngu orðinn uppáhalds arabíski veitingastaður borgarbúa. Eigandinn, Yaman Brikhan, segir að aðalsmerki staðarins sé ekta kebab. „Sumir gefa sig út fyrir að vera með kebab á boðstólum en því miður er raunin ekki alltaf sú. Hér á Ali Baba eldum við hins vegar kebab af fagmennsku og því fá gestir okkar alvöru gerðina hjá okkur.
„Ég nota einungis ferskt íslenskt hráefni, eins og kjúkling, lamb og nautakjöt,“ segir Yaman Brikhan. „Kryddið er þó af arabískum uppruna en með notkun þess náum við fram hinu eftirsótta, ekta arabíska bragði sem fólk sækist eftir. Það má segja að í eldhúsi okkar sameinist arabísk og evrópsk matargerð og útkoman er öllum að skapi.“

Stjórnmálamenn sameinast í skyndibitanum á Ali Baba

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

„Á Ali Baba eru alltaf hádegistilboð í gangi og ég kappkosta að bjóða upp á bragðgóðan og ferskan mat á hagstæðu verði. Íslendingar eru orðnir sólgnir í kebab – eftir að þeir kynntust eldamennskunni hjá okkur,“ segir Yaman glettinn á svip. „Hingað kemur fólk á öllum aldri og það er gaman að segja frá því að alþingismenn eru virkilega góðir viðskiptavinir á Ali Baba. Bæði Össur Skarphéðinsson og sjálfur borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, koma reglulega til okkar og eru hrifnir.

Ánægðir kúnnar okkar eru bestu meðmælin!“

Ali Baba, Veltusundi 3b og Spönginni. S: 445 44 45
https://www.facebook.com/Ali-Baba-103635049728030/info/

Opnunartímar virka daga frá 11.00 til 02.00 og um helgar er opið til kl. 06 á morgnana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ