Sérhæfa sig í Porsche-bifreiðum
911 Bílaþjónustan sérhæfir sig í þjónustu á Porsche en býr einnig að mikilli reynslu hvað varðar BMW, Audi, Land Rover, VW, Skoda, Renault, Hyundai og Chevrolet. Bræðurnir Guðjón Óskar og Rúnar Karl Kristjánssynir eru eigendur fyrirtækisins og segir Guðjón þá þjónusta allar bíltegundir þó svo sérhæfing þeirra sé Porsche.
„Við leggjum áherslu á vinna hlutina hratt og vel,“ segir Guðjón. „Við bjóðum varahluti í Porsche á sanngjörnu verði og leggjum mikið upp úr að bjóða upp á gæðaþjónustu,“ bætir hann við. „Við erum með öll tæki og tól til að tækla hvað sem er og erum færir í allt,“ segir Guðjón í framhaldinu.
Bræðurnir stofnuðu fyrirtækið í ágúst í fyrra og er það til húsa á Hvaleyrarbraut 2 í Hafnarfirði með aðkomu frá Fornubúð. Þeir eru báðir með mikla reynslu á sviði Porsche-bifreiða og þeir hafa sótt mörg námskeið erlendis í viðgerðum Porsche og hafa starfað lengi við viðgerðir á lúxusbíltegundinni.
„Nafnið á fyrirtækinu kemur frá flaggskipi Porsche, 911 Porsche-tegundinni, enda liggur okkar sérhæfing í Porsche og því fannst okkur þetta viðeigandi nafn á bílaverkstæðið,“ segir Guðjón. „Hægt er að finna okkur á Facebook undir 911 bílaþjónustan eða bara hringja í okkur. Við erum í síma 587-0911,“ bætir Guðjón við.