„Hvetjum við fólk til að panta borð í tímalega“
Kokteilaseðillinn sem verður í boði á Kol á Reykjavík Cocktail Weekend er vægast sagt veglegur. Auk þess verður margt um að vera á staðnum yfir helgina. Á föstudagskvöldið nær Reykjavík Cocktail Weekend hámarki og mætum við svellköld til leiks ásamt Henrik Hammer! Glóbus hf. kynnir vörulínu sem sérhæfir sig í að framleiða áfenga drykki úr íslenskum jurtum og plöntum og verður sérlegur kokteilaseðill í gangi frá kl. 22.00 þar sem snillingurinn Alli B. ásamt Team Foss og Geranium sér um að hrista kokteila ofan í mannskapinn og hvetjum við fólk til að panta borð í tíma til að tryggja sér sæti!
Kokteilaseðil helgarinnar á Kol má sjá hér að neðan en allir drykkir á honum kosta aðeins 1.500 kr.
Spicy engifer- og myntulímonaði
Vodka, lime, engifer, grapefruit, mynta
Frískandi útfærsla af íslenska skóginum í glasi!
Snaps, sítróna, mynta, hunang
Bragðmikill eftirréttardrykkur
Gerður af Anna Heilmann-Clausen, úrslitakeppanda í Bacardi Legacy 2016
Romm, súkkulaði-stout, kryddaður rauður vermút, hunang, egg
Fullkomin samsetning af sérrí og ólífum
Gerður af Mikel Nilsson frá Strøm í Kaupmannahöfn
Ólífuolíuvaskað gin, fino sérrí, lime, agave
Einn fyrir augnlæknana!
Brennivín, engiferöl, gulrót, sítróna
Tunnuþroskaður bitur Ítali
Gin, ítalskur bitter, vermút