fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
FókusKynning

Gott bragð og hollusta

Nanna Rögnvaldardóttir sendir frá sér nýja bók

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 5. febrúar 2016 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Létt og litríkt er ný matreiðslubók eftir Nönnu Rögnvaldardóttur en hún er þjóðþekkt fyrir skrif sín um mat og matargerð. Í nýju bókinni er að finna 70 uppskriftir að hollum heimilismat.

Spurð um áherslur í bókinni segir Nanna: „Megináherslan er, eins og í öllum mínum bókum, á gott bragð og það að matreiðslan sé auðveld og hráefni aðgengilegt og ekki dýrt. Í þessari bók er þó meiri áhersla á hollustu en verið hefur.“

Af hverju er það?

„Ég er farin að hugsa meira en áður um það sem ég læt ofan í mig. Ég borða hægar og velti fyrir mér innihaldinu og hvaðan það kemur. Þetta hefur haft áhrif á matargerðina. Ég borða mun meira grænmeti en áður, engan sykur, gróft kornmeti, meiri fisk og minna kjöt.“

Spurð um uppáhaldsgrænmeti segir Nanna: „Ég er mjög hrifin af mörgu rótargrænmeti. Síðustu árin hef ég til dæmis notað töluvert mikið af rauðrófum, syni mínum til engrar gleði því hann kemur oft í mat og honum er ekki vel við rauðrófur. Mér finnst óskaplega skemmtilegt að vinna með rauðrófur. Það er smá moldarbragð af þeim og það er bæði hægt að leyfa því að njóta sín og fela það. Það er hægt að borða rauðrófur hráar, soðnar og bakaðar og gera svo ótal margt úr þeim.“

Nanna segist aldrei hafa verið matvönd. „Hér áður fyrr sagði ég alltaf að það eina sem ég borðaði ekki væri reykt ýsa, það tengist ákveðinni minningu sem ég átti erfitt með, en nú er ég farin að borða hana af bestu lyst og það er einmitt uppskrift með reyktri ýsu í bókinni.“

Allt of mikið af hugmyndum

Nanna er höfundur um 20 bóka sem tengjast mat og matargerð. Hún er spurð hvort hún verði aldrei uppiskroppa með hugmyndir. „Nei, það er frekar að ég fái allt of mikið af hugmyndum. Ég á geysistórt matreiðslubókasafn og reyni að fylgjast vel með því sem er að gerast í matreiðslugeiranum. Ég er stöðugt að rekast á eitthvað sem ég vil prófa og vinna út frá.“

Varstu strax sem barn farin að prófa þig áfram í matreiðslu?

„Já, ég byrjaði fremur snemma. Ég er alin upp á sveitabæ fyrir norðan og las mikið af bókum, var reyndar alæta á bækur. Löngu seinna áttaði ég mig á því að það sem ég mundi best úr þessum bókum voru matarlýsingarnar. Ég las um mat og alls konar rétti og ávexti og grænmeti sem ég vissi ekki hvernig leit út. Ég stalst stundum til að gera matartilraunir sem mistókust hræðilega. Ein af þeim skáldsögum sem ég las fyrir tíu ára aldur var Frelsið eða dauðinn eftir Kazantzakis og þar voru lýsingar á grænmeti og ýmsu öðru sem ég hafði aldrei heyrt nefnt, eins og eggaldini. Þetta fannst mér óskaplega spennandi og lét mig dreyma um þessar kræsingar. Það liðu þó áratugir þangað til ég kynntist krítverskri matargerð í raun og veru.“

Margar bækur í vinnslu

Nanna er spurð hvers konar erlend matargerð heilli hana mest og segir: „Arabísk og norður-afrísk matargerð heillar mig mjög enda er hún mjög skemmtileg. Þar kemur margt til, eins og til dæmis kryddnotkunin, þetta sambland af krydduðu og sætu sem kemur í gegnum þurrkaða ávexti og ýmislegt fleira.“

Aðspurð hvort fleiri bækur séu á leiðinni segir Nanna: „Ég er með margar bækur í vinnslu og svo er bara að sjá hverjar þeirra munu líta dagsins ljós.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“