Sérstakur gestabarþjónn verður á vakt i kvöld, föstudagskvöld
Allir drykkir hjá Apótekinu (Austurstræti/Pósthússtræti) á Reykjavik Coctail Weekend kosta 1.500 krónur, til að efla kokteilmenningu landsmanna og fá fólk til að prófa eitthvað nýtt. Kokteilar á veitingastöðum hafa orðið miklu fjölbreyttari í seinni tíð og Apótekið vill gjarnan að fólk kynnist þessum nýju straumum. Meira er notast við ferskt hráefni en áður og sýróp og púrrur eru til dæmis búin til frá grunni.
Á föstudag kemur gestabarþjónn á staðinn og blandar og hristir drykki fyrir gesti. Apótekið býður upp á eftirtalda kokteila um helgina:
Frozen Irish Coffee – Inniheldur Banana Split ís, púðursykur, vanillu, espresso, viskí og rjóma.
Sun Tzu – Gin, kóríaner, engifer, sítróna, hunang og Orange Bitter.
Kerið – með þekktum líkjör, límónu, kolasýrópi, ylliblómi, rabarberjalíkjör og eggjahvítu.
Butterscotch Boulevardier – Skoskt viskí, valhnetulíkjör og ýmislegt fleira sem kemur á óvart.
Don Estragon – Vodka, Estragon-sýróp, sítróna, absint og fleira.