fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
FókusKynning

Reykjavik Cocktail Weekend á Frederiksen

Kynning

Litríkir og bragðgóðir kokteilar. Ætlum að bjóða fólki upp á einstaka upplifun

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. febrúar 2016 18:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frederiksen er Gastropub sem leggur mikla áherslu á matargerðina sem staðurinn býður upp á og gott úrval af bjór en vinsældir staðarins hafa aukist töluvert eftir opnun hans síðustu helgina í júlí 2014. Það er ávallt mikil stemning á staðnum þegar „Happy hour“ er og það er eitthvað um að vera á hverju kvöldi en staðurinn er tilvalinn fyrir stærri hópa sem vilja gera sér glaðan dag. Alla helgina verður dj sem heldur uppi fjörinu fram á nótt á Frederiksen og verður kokteilaseðill í boði staðarins í tilefni af Reykjavík Cocktail Weekend. Um er að ræða skemmtilegar bragðsamsetningar á aðeins 1.500 krónur yfir helgina þar sem einblínt er á að bjóða fólki upp á einstaka upplifun.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

The Jan Frederiksen

3,0 cl viskí
1,5 cl blandað ávaxta líkjör
3,0 cl sykursíróp
3 dropar af appelsínu bitter
2,0 cl af hús-rauðvíni
Allt nema rauðvín sett saman í hristara. Hrist og sigtað í kælt koníaksglas. Fyllt með muldum ís og lagskipt með rauðvíninu. Skreytt með appelsínuberki.

CoCoBlue Sour

4,5 cl viskí
3,0 cl kókosmjólkursíróp
3,0 cl sítrónusafi
Eggjahvíta úr 1 eggi
Barskeið af bláberjasultu
Klípa af Maldon salti
Allt sett saman í hristara, „dry-shake-að“. Hrist aftur með klaka og sigtað í kælt viskíglas og fyllt með klökum. Skreytt með þremur bláberjum.

Hendrick’s South Side

4,5 cl gin
3,0 cl agúrku síróp
2,0 cl lime-safi
4 myntulauf
Allt hrist saman með klökum, tvísigtað í martini-glas og skreytt með fallegu myntulaufi og agúrkuskífu.

Strandferðin

3,0 cl brennivín
3,0 cl peru og koníakslíkjör
3,0 cl sítrónusafi
1,5 cl jarðaberja-puré
Allt hrist saman með klökum, sigtað í kælt highball-glas fyllt með muldum klökum og skreytt með sítrónuskífu.

Chef Lolly

4,5 cl gin
6,0 cl eplasafi
3,0 cl sítrónusafi
3,0 cl sykursíróp
1 vínberja Sun Lolly
1 tsk. ferskur rifinn engifer
Allt hrist saman með klökum, sigtað í kælt highball-glas. Fyllt með klaka og skreytt með sítrónu berki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ