fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

Nú geturðu drukkið bjór án þess að hafa áhyggjur af bumbunni

Bjórinn inniheldur jafn mikið af próteinum og nautasteik

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 26. febrúar 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig hljómar það að fara í ræktina, taka hressilega á því og opna svo einn bjór eftir æfingu í staðinn fyrir próteinsjeikinn? Fyrir suma hljómar þetta eflaust ágætlega því senn kemur á markað bjór sem inniheldur um það bil jafn mikið af próteinum og nautasteik.

Barbell Brew-brugghúsið í Bretlandi stendur að baki bjórnum en áfengisinnihald hans er tiltölulega lítið, eða 3,6 prósent. Ein flaska inniheldur hins vegar 21,8 grömm af próteinum. Þá má geta þess að hver flaska inniheldur innan við 100 hitaeiningar, 92,4 til að vera nákvæm.

Í umfjöllun breska blaðsins Mirror kemur fram að búist sé við því að bjórinn muni njóta nokkurrra vinsælda, sérstaklega meðal ungra karlmanna.

„Það getur verið erfitt að stunda heilbrigðan og góðan lífsstíl, sérstaklega ef þér finnst gott að fá þér í glas með vinum. Þessi drykkur þýðir að nú getur fólk notið þess að fá sér í glas án þess að fá samviskubit,“ segir Darren Beale frá fyrirtækinu Muscle Food sem vann að þróun drykkjarins ásamt Barbell Brew.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni