fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
FókusKynning

Getur ekki stundað kynlíf án þess að fara úr mjaðmarlið

Með sjaldgæfan sjúkdóm – Fer úr lið 20 sinnum á dag – „Hló ég svo mikið að ég fór úr kjálkalið“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. febrúar 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darcey Kelly, 19 ára stúlka frá Bretlandi, er með afar sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur því að hún fer úr lið um það bil 20 sinnum á dag. Sjúkdómurinn veldur því einnig að Kelly getur ekki stundað kynlíf án þess að fara úr mjaðmarlið.

Sjúkdómurinn kallast „Ehlers-Danlos Syndrome,“ eða EDS, og veldur því að bein fara auðveldlega úr lið. Í frétt Mailonline segir að Kelly gæti ekki einu sinni opnað vatnsflösku án þess að fara úr lið.

Kelly greinir frá því þegar hún stundaði kynlíf í fyrsta skipti með kærasta sínum. Hún segir það hafa verið afar vandræðalegt þegar að hún fór úr mjaðmarlið í miðjum klíðum.

„Ég var ung og mjög stressuð. Í miðjum klíðum heyrði ég skyndilega háværan hvell. Hann heyrði ekki neitt en hann sá svipinn á mér, þar sem þetta var mjög sársaukafullt.“

Kelly segir að hún hafi ekki viljað segja kærasta sínum frá því að hún hefði farið úr mjaðmarlið.

„Ég bað hann um að gefa mér eina mínútu. Svo hoppaði ég inn á baðherbergi, þar sem ég kom mjöðminni aftur í lið. Eftir það héldum við svo áfram,“ segir Kelly og bætir við að í hvert sinn sem hún stundi kynlíf fari hún úr mjaðmarlið.

Bæði systir Kelly og bróðir eru með sama sjúkdóm en áhrif hans eru þó mun alvarlegri hjá Kelly.

„Á slæmum degi kemst ég ekki úr rúminu því ég er dottin úr lið á yfir tíu stöðum. Á góðum degi fer ég úr lið um sex sinnum yfir daginn.“

Kynlíf er þó ekki það eina sem Kelly verður að vara sig á, þar sem hún getur farið úr lið við minnsta tilefni.

„Ég var einu sinni að segja vini mínum vandræðalega sögu af því þegar að fór úr lið. Þá hló ég svo mikið að ég fór úr kjálkalið.“

Kelly hefur þurft að fara í nokkrar aðgerðir eftir að hafa farið úr lið. Læknar hafa tjá henni að þeir búist ekki við því að hún verði mikið eldri en 40 ára og að hreyfigeta hennar muni versna með árunum.

Kelly segist þó vera bjartsýn og bendir á að læknar hafi sagt að hún yrði bundin við hjólastól fyrir 18 ára aldur en það hafi ekki ræst.

„Ég er enn standandi og finn ekki fyrir neinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ