fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

Litli drengurinn lést skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Foreldrarnir birta myndina til að vekja athygli á heilahimnubólgu

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2016 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Timmins var aðeins sjö ára þegar hann lést af völdum heilahimnubólgu. Meðfylgjandi mynd sýnir Mason í örmum örvinglaðra foreldra sinna nokkrum mínútum áður en hann lést.

Claire, móðir Masons, birti myndina í þeim tilgangi að vekja foreldra ungra barna til umhugsunar um hættuna sem getur stafað af heilahimnubólgu. Útbrot eru jafnan fylgifiskur heilahimnubólgu en ekki var fyrir neinu slíku að fara hjá Mason. Hefur Claire hvatt foreldra til að vera meðvitaða um önnur einkenni.

Foreldrar Masons litla höfðu lítinn sem engan tíma til að bregðast við veikindum sonar síns, þar sem aðeins leið sólarhringur frá því hann tjáði foreldrum sínum að hann væri slappur þar til hann lést. Mason lést árið 2013.

„Mason hafði verið hraustur, var alltaf brosandi og hafði allt eitthvað til málanna að leggja. Það var svo einn mánudagsmorgunn að ég heyrði að hann var kominn með hósta og virtist vera orðinn slappur. Ég hélt að þetta væri dæmigerð flensa. Um miðjan dag var hann kominn með hita og ég gaf honum hitalækkandi lyf sem virtist ekki hafa nein áhrif,“ segir Claire.

Claire og eiginmaður hennar, Mark, fóru með Mason til læknis í kjölfarið og þar varð hann enn veikari. „Læknirinn sá strax að þetta var heilahimnubólga. Mason missti meðvitund skömmu síðar og komst aldrei aftur almennilega til meðvitundar,“ segir Claire en í ljós kom að heilahimnubólgan, eða bakterían sem olli henni, hafði valdið miklum skaða á heila Masons, svo miklum að hann var orðinn heiladauður um miðnætti þennan sama dag. Slökkt var á vélunum sem héldu honum á lífi daginn eftir.

Þekktu einkenni heilahimnubólgu og blóðeitrunar:

– Höfuðverkur, skert meðvitund
– Verkir í útlimum, liðamótum
– Kuldi, skjálfti
– Syfja
– Hljóðfælni
– Ljósfælni
– Stífur hnakki
– Hár hiti
– Punktblæðingar, útbrot
– Ógleði, uppköst
– Óráð, óróleiki
– Niðurgangur
– Útbungun á höfuðkúpumótum ef þau hafa ekki gróið saman

Hafa ber í huga að ekki þurfa öll einkenni að vera til staðar og einkennin eru ekki í neinni sérstakri röð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni