fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

Nýtt einkarekið apótek miðsvæðis í Efra-Breiðholti

Kynning

Hagstætt verð og afbragðs þjónusta á ýmsum tungumálum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörtur Elvar Hjartarson lyfjafræðingur er lyfsöluleyfishafi Hraunbergsapóteks sem er einstaklega vel staðsett við hliðina á Heilsugæslu Efra-Breiðholts og á móti Gerðubergi en apótekið var opnað í fyrrasumar.
„Við leggjum mikið upp úr því að bjóða fyrirtaks þjónustu og leysum öll vandamál,“ segir Hjörtur Elvar. „Við erum með mjög góðan afslátt af þeim lyfseðilsskyldu lyfjum sem gefa má afslátt af auk 10% afsláttar af lausasölulyfjum og vörum í búð fyrir eldri borgara og öryrkja. Einnig erum við með fríar heimsendingar á lyfjum fyrir íbúa búsetta í Breiðholti.“

Hagstætt verð og afbragðs þjónusta á ýmsum tungumálum

Hraunbergsapótek hefur fengið góðar móttökur hjá íbúum í Efra-Breiðholti, þá sérstaklega þeim sem gera verðsamanburð.
Hjörtur Elvar Hjartarson lyfjafræðingur Hraunbergsapótek hefur fengið góðar móttökur hjá íbúum í Efra-Breiðholti, þá sérstaklega þeim sem gera verðsamanburð.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

„Íbúar Efra-Breiðholts hafa tekið okkur mjög vel og þá sérstaklega þeir sem gera verðsamanburð því nú þurfa þeir ekki lengur að gera sér ferð niður á Suðurlandsbraut eða upp í Rimahverfi til að fá lyf og aðra apóteksvöru á góðu verði. Við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa starfandi pólskan líftæknifræðing sem er líka doktorsnemi í matvælafræði. Hún heitir Magdalena og talar góða íslensku og ensku. Magdalena hefur yfirgripsmikla þekkingu á vítamínum og bætiefnum. Hún talar líka að sjálfsögðu pólsku og það kemur sér afar vel þar sem í hverfinu okkar er stórt samfélag Pólverja og þeim getur reynst ómetanlegt að fá leiðsögn á móðurmálinu. Það kemur líka stundum fyrir að við aðstoðum Pólverja við að panta tíma hjá lækni eða annað álíka,“ segir Hjörtur.

Hjörtur segir þessa þjónustu Hraunbergsapóteks njóta mikilla vinsælda: „Þetta hefur heldur betur spurst út, þannig að við fáum einnig viðskiptavini utan hverfisins, eins og t.d. úr Hafnarfirði og Kópavogi,“ segir hann.

Lifandi Facebook-síða

Hraunbergsapótek er með lifandi facebook-síðu sem vert er að fylgjast með en á henni koma reglulega fram tilboð á vörum verslunar apóteksins og er jafnvel mögulegt að hreppa vinning í FB-leikjum sem geta meðal annars verið bætiefni, snyrtivörur eða annað í þeim dúr.

Auk þess að vera með alla almenna apóteksþjónustu er einnig boðið upp á heilsufarsmælingar líkt og blóðþrýstingsmælingar í Hraunbergsapóteki.

Hraunbergsapótek
Hraunbergi 4, 111 Reykjavík
Opnunartími: 8.30–18.00 alla virka daga. Símnúmer: 530-9500

Facebook síða Hraunbergsapótek

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni