Nýi pizzastaðurinn Ugly hefur algjörlega slegið í gegn en þar á bæ státa menn sig af sérhæfingu í hollum pizzum. Ljótum en góðum pizzum. En af hverju eru pizzurnar ljótar? Eigandi Ugly, Unnar Helgi Daníelsson, verður fyrir svörum: „Tja, hollustupizzur eru yfirleitt ekkert sérstaklega fagrar útlits – þótt mjög bragðgóðar séu. Við erum t.d. með blómkálsbotn sem er eiginlega útilokað að líti vel út – alla vega miðað við hinn hefðbundna pizzubotn. Pizzurnar okkar eru öðruvísi og það gerir þær spennandi. Það er búið að vera hreint út sagt brjálað að gera síðan við opnuðum.“
„Það hefur lagst mjög vel í viðskiptavini okkar að við erum með heimsendingu,“ segir Unnar. „Við ákváðum að bíða ekkert með þá þjónustu enda vissum við fyrir víst að fólk tæki hollustupizzum í heimsendingu fagnandi. Við bjóðum upp á botna úr blómkáli, kjöti, spelti og hveiti. Kjötbotninn er kjörinn fyrir þá sem eru að leggja áherslu á að innbyrða mikið prótín og svo auðvitað þá sem einfaldlega elska kjöt. Svo er gaman að segja frá því að við erum með pepperóní sem er búið til úr kalkún og það hentar vel þeim sem borða ekki svínakjöt en vilja alvöru pepperóníbragð. Satt að segja bragðast það eiginlega betur en ekta pepperóní.“
„Vinsælasta pizzan okkar heitir Mexican Chipa og hún er jafnframt uppáhalds pizzan mín. Þetta ljúfmeti er með pepperoni, fajitakjúlla, Doritos, papriku, jalapeno og kasjúhnetum og svo er hún toppuð með Guacamole og Nachosósu,“ segir Unnar. „Í eftirrétt stendur svo valið á milli þess að fá sér bland í poka eða ís í boxi. Blandið er fyrirfram valið í pokum og því gott að geta gripið það með sér að máltíð lokinni.“
Ugly Pizzastaður, Smiðjuvegi 2, Kópavogi. Sími: 552-6060