fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
FókusKynning

Sápa.is – Hágæða hárvörur

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. febrúar 2016 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sápa.is er verslun á Laugavegi sem vekur jafnan athygli vegfarenda fyrir fallegar útstillingar í gluggunum. Um er að ræða hágæða hárvöruverslun sem leggur metnað sinn í að vera með góða merkjavöru á boðstólum og eitt mesta úrval landsins.

Guðrún Indriðadóttir og Indíana Steingrímsdóttir segja að Sápa sé lifandi og glæsileg sérvöruverslun bæði á netinu og í miðbænum og selur hágæða hárvörur fyrir bæði kynin. Einnig er boðið upp á mikið úrval af rafmagnstækjum, burstum, greiðum og fylgihlutum.

„Við kaupum vörur af innlendum birgjum en það tryggir gæði vörunnar. Verslunin er til húsa að Laugavegi 61 í Reykjavík en viðskiptavinum er einnig kleift að eiga viðskipti við okkur í gegnum netverslunina og nýta margir sér þá þjónustu. Ekki hvað síst hentar sá viðskiptamáti fólki sem býr á landsbyggðinni þar sem úrval hárvara er oftast ekki mikið. Netverslun er almennt að aukast og fólk sem býr úti á landi er duglegt að nota netið sem verslunarmáta.“

Hröð og örugg þjónusta hjá netversluninni

„Við leggjum mikið upp úr faglegri þjónustu, við erum báðar hársnyrtimeistarar og höfum mikla reynslu í að ráðleggja fólki með hvers kyns vangaveltur og vandamál. Einnig erum við ágætar í að leiðbeina um hvað sé best að kaupa sem gjafir handa eiginkonum, kærustum, vinkonum eða vinum. Við erum lifandi í að vera með hvers kyns tilboð, t.d. í tilefni af konudeginum. Síðan við opnuðum hefur fólk fagnað þessari verslun og segir að það sé pínu „útlenskt” að koma inn í verslun þar sem svona mikið úrval af hágæða hárvörum sé til sölu. Það einfaldar svo marga hluti að eiga réttu vörurnar til að hafa hárið í lagi – þegar hárið er í lagi þá er allt annað í lagi,”

segir Guðrún að lokum og brosir.

Verslun Sápa.is er á Laugavegi 61. 101 Reykjavík.
Opnunartími er mánudaga til föstudaga, frá kl. 10.00–18.00 og á laugardögum milli kl. 11.00–16.00

Hægt er smella á þennan link www.sápa.is til að fara beint inn á heimasíðu Sápu. Þar er hægt að skoða ýmsan fróðleik ásamt frábæru vöruúrvali verslunarinnar.

Sápa er einnig með lifandi og skemmtilega síðu á facebook síðu á facebook. Þar er að finna upplýsingar um nýjustu tilboð og reglulega er brugðið á leik þar sem fylgjendur geta unnið veglega vinninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“