Kærleikurinn svífur yfir vötnum á Konudeginum og ilmandi blóm gleðja hjörtu kvenna á öllum aldri um allt land. Elva Björk Jónatansdóttir, eigandi Bjarkarblóma, segir Konudaginn vera sérlega skemmtilegan í blómabransanum:
„Það er ávallt líf og fjör í versluninni okkar í kringum Konudaginn. Mjög margir kjósa að gleðja konurnar í lífi sínu þennan dag, hvort sem um er að ræða mæður, eiginkonur, ömmur eða bara vinkonur. Það er fátt sem jafnast á við þá tilfinningu að þiggja fallegan blómvönd eða jafnvel eina, staka rós.“
Að sögn Elvu Bjarkar er boðið upp á allar gerðir blómvanda hjá Bjarkarblómum. „Þar sem rósir, eldliljur, gerberur og crysantheum eru ræktaðar á Íslandi eru þær tegundir til allt árið um kring. Önnur blóm eins og túlípanar, gladíólur, sólblóm og fleiri eru hins vegar árstíðarbundin,“ segir hún.
„Alltaf er hægt að bera fram óskir hjá okkur um að útbúa eitthvað fallegt, sem hæfir tilefninu hverju sinni, og við veljum það besta sem til er og sníðum eftir verðhugmynd viðskiptavinarins.
Bjarkarblóm er með úrval af ferskum blómvöndum auk þess sem boðið er upp á persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf fyrir hvern og einn,“ segir Elva Björk.
Verslun Bjarkarblóma er einstakleg vel staðsett í Smáralind svo það er vel til fallið að koma við hjá þeim og velja falleg blóm til þess að gleðja konurnar í lífi okkar á Konudaginn.
Eldliljur, 5 stykki saman í búnti á kr. 3.200. Gildir alla helgina.