fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

Allir eiga skilið góð gleraugu

Kynning
Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. febrúar 2016 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyesland er frumkvöðull í lækkun verðs á gleraugum á Íslandi en fyrirtækið hefur verið starfrækt í 5 ½ ár. Helga Kristinsdóttir, sjóntækjafræðingur og einn eigenda Eyesland, segir Eyesland hafa lagt sitt af mörkum til þess að gera öllum kleift að eignast góð og falleg gleraugu: „Við erum á þeirri skoðun að gleraugu eigi ekki að vera munaðarvara fyrir útvalda. Allir eiga að geta fengið gleraugu við sitt hæfi. Við erum með mikið úrval af gleraugum og linsum auk þess sem við seljum einnig ýmsa sérvöru, eins og t.d. öryggisgleraugu, skjávinnugleraugu og stöðluð tölvugleraugu.Við bjóðum upp á gott úrval af linsum, t.d. sjónskekkju-, margskiptar- og lita/partýlinsur. Margskiptar linsur (multifocal) verða sífellt eftirsóttari,“ segir Helga.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Eitt mesta úrval umgjarða á landinu

„Hjá Eyesland höfum við farið óhefðbundnar leiðir í vöruvali í þeim tilgangi að geta boðið viðskiptavinum okkar gott verð. Eyesland býður upp á eitt mesta úrval af umgjörðum á Íslandi. Fólk getur því jafnvel keypt sér þrenn gleraugu á verði einna og það færist í aukana að fólk kaupi sér mörg gleraugu í einu fyrir ólík tækifæri, eins og t.d. íþróttagleraugu, sundgleraugu með styrk, skíðagleraugu, sólgleraugu með styrk, hlaupa- eða göngugleraugu.“

Að sögn Helgu er Eyesland með margar gerðir af tilbúnum plús og mínus gleraugum sem oft er erfitt að finna. „Við seljum einnig sólgleraugu með styrk. Í Eyesland má einnig finna hlífðargleraugu fyrir vinnustaði og einstaklinga sem og hágæða Surgical Loupes-gleraugu fyrir lækna og aðra sem þau þurfa.“

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Mikið úrval af merkjavöru

Vöruúrval verslunarinnar eykst sífellt og nú býður Eyesland upp á merkjavörur á borð við Hugo Boss, Gucci, Dior, Tommy Hilfiger, Reykjavík Eyes og Ray-Ban. „Í Eyesland fást einnig sjónhjálpartæki fyrir sjónskerta, bæði lampar með stækkunargleri, stækkunargler með og án ljóss ásamt miklu úrvali fylgihluta fyrir gleraugu,“ segir Helga Kristinsdóttir, sjóntækjafræðingur.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Eyesland er í Glæsibæ, Álfheimum 74, 5. hæð – sími: 577-1015. Opið er frá kl. 8.30 – 17.00 alla virka daga.

www.eyesland.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni