fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
FókusKynning

Dularfullur bílakirkjugarður fannst í afviknum helli

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 19. febrúar 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjuleg sjón blasti við hópi ferðamanna sem áttu leið um helli í Ceredigion í Wales á dögunum. Heilt fjall af ónýtum, gömlum bifreiðum fannst inni í hellinum.

Bílakirkjugarðurinn var í helli sem eitt sinn var notaður af námuvinnslumönnum, en umræddri námu var lokað árið 1960.

Hellirinn, eða náman, er ekki í alfaraleið og segir Gregory Rivolet, einn þeirra sem fann bílana, að hellirinn hafi verið erfiður yfirferðar. „Jarðvegurinn þarna er mjög óstöðugur,“ segir Rivolet sem varð fjórum tímum í hellinum. Erfitt er að komast inn í hann, en Rivolet og kollegar hans þurftu að láta sig síga um 30 metra til að komast í botn hellisins.

„Þetta var frekar súrrealískt. Þarna var svartamyrkur, mjög blautt, sleipt og hættulegt. Og svo rekum við augun í bílakirkjugarðinn,“ segir hann. Ekki liggur fyrir hvaðan bílarnir koma eða hver kom þeim fyrir ofan í hellinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi