fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
FókusKynning

Tveggja ára stúlka dó úr heilahimnubólgu: Foreldrarnir berjast fyrir því að allir geti bólusett börn sín

Segja mikilvægt að öllum standi bólusetning til boða – Dóttirin dó ellefu dögum eftir að hún greindist

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harmi slegnir foreldrar tveggja ára stúlku, Faye Burdett, vilja vekja foreldra til umhugsunar um mikilvægi þess að láta bólusetja börn sín. Barátta þeirra kemur ekki til af góðu því dóttir þeirra þurfti að lúta í lægra haldi fyrir þessum sjúkdómi sem getur reynst banvænn.

Vilja vekja fólk til umhugsunar

Faye var með heilahimnubólgu af B-stofni, en heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi eru nýlega farin að bólusetja gegn sjúkdómnum. Foreldrum er það í sjálfsvald sett hvort þau láti bólusetja börn sín en foreldrar stúlkunnar, Jenny og Neil, hvetja sem flesta foreldra til að vera meðvitaðir um hættuna. Þau birtu meðal annars átakanlega mynd af dóttur sinni þar sem hún lá illa haldin á sjúkrahúsi, allt í þeim tilgangi að vekja fólk til umhugsunar.

Tóku eftir útbrotunum

Fjölskyldan býr í Kent á Englandi en Jenny og Neil tóku eftir því að ekki var allt með felldu hjá dóttur þeirra þegar þau fóru að taka eftir útbrotum á enninu á henni. Þegar útbrotin minnkuðu ekki ákváðu þau að fara með dóttur sína til læknis, en á þessum tímapunkti var hún komin með hita og orðin slöpp. Ástand Faye hélt áfram að versna og töldu læknar afar litlar líkur á að hún myndi hafa betur í baráttunni. Faye var með það sem kallað er meningókokkasýking af völdum Neisseria meningitidis gerð B. Með öðrum orðum var hún með heilahimnubólgu af völdum baktería.

Foreldrar Faye birtu meðal annars þessa mynd af dóttur sinni, skömmu áður en hún lést.
Hræðileg sjón Foreldrar Faye birtu meðal annars þessa mynd af dóttur sinni, skömmu áður en hún lést.

300 þúsund skrifað undir

Faye hélt hins vegar áfram að berjast og í þeirri von að það myndi bjarga lífi hennar ákváðu læknar, í samráði við Jenny og Neil, að fjarlægja annan handlegg og annan fótlegg Faye. Nokkrum dögum síðar, eða ellefu dögum eftir að hún greindist með heilahimnubólgu, var hún látin.

Sem fyrr segir eru heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi nýlega farin að bólusetja börn gegn heilahimnubólgu B. Börnum á aldrinum tveggja til fimm mánaða stendur bólusetningin aðeins til boða og segja foreldrar Faye litlu að það sé ekki nóg. Öll börn eigi á að hættu að verða þessari tegund heilahimnubólgu að bráð. Undirskriftarsöfnun hefur verið sett á laggirnar í þeirri von að bresk yfirvöld breyti þessu og stækki hóp þeirra barna sem geta fengið bólusetningu. Hátt í 300 þúsund manns hafa nú skrifað undir áskorunina.

Faye lést þann 14. febrúar síðastliðinn og hafa foreldrar hennar nú heitið því að berjast fyrir því að fleiri börn verði bólusett svo önnur börn hljóti ekki sömu örlög og dóttir hennar. „Að okkar mati þyrfti að bólusetja börn að ellefu ára aldri,“ segir Jenny, en Mail Online fjallaði ítarlega um mál stúlkunnar.


Þekktu einkenni heilahimnubólgu og blóðeitrunar:

– Höfuðverkur, skert meðvitund
– Verkir í útlimum, liðamótum
– Kuldi, skjálfti
– Syfja
– Hljóðfælni
– Ljósfælni
– Stífur hnakki
– Hár hiti
– Punktblæðingar
– Ógleði, uppköst
– Óráð, óróleiki
– Niðurgangur
– Útbungun á höfuðkúpumótum ef þau hafa ekki gróið saman

Hafa ber í huga að ekki þurfa öll einkenni að vera til staðar og einkennin eru ekki í neinni sérstakri röð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni