fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
FókusKynning

Lukka gagnrýnir „mjólkurklám“: Ósiðlegt að telja fólki trú um nauðsyn kúamjólkur

Segir sterk tengsl á milli kúamjólkurafurða og krabbameins – „Ég vel þessar afurðir vegna nautnarinnar við að borða þær“

Auður Ösp
Mánudaginn 15. febrúar 2016 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fjöldi rannsókna bendir einnig til þess að mikil neysla kúamjólkurafurða tengist aukinni hættu á krabbameinum og öðrum langvinnum sjúkdómum. Rannsóknir hafa bent til tengsla á milli mjólkurneyslu og krabbameina í æxlunarfærum svo sem brjósta-, legháls- og blöðruhálskrabbameina,“ segir Unnur Guðrún Pálsdóttir, betur þekkt sem Lukka á Happ og höfundur bókarinnar „5:2 Mataræðið með Lukku í Happ.“

Hún gagnrýnir að mjólkurvörur séu sagðar lausnin á beinþynningarvanda þjóðarinnar þegar staðreyndin sé sú að neysla á kúamjólkurvörum hafi þveröfug áhrif og segir hún mikilvægt að kalla hlutina sínum réttu nöfnum.

Í þættinum Heilsuráð Lukku Pálsdóttur sem sýndur er á Hringbraut í kvöld talar Lukka um „mjólkurklám“ og bendir á að ótal rannsóknir sýni fram á að mjólkurneysla geti því styrkt bein einungis til skamms tíma en verið orsakavaldur beinþynningar seinna á ævinni vegna hraðari öldrunar beinmyndandi fruma.

Lukka bendir einnig á að neysla á kúamjólk hafi fleiri neikvæð áhrif og sterk tengsl séu á milli mjólkurneyslu og langvinnra sjúkdóma, svosem krabbameins. „Ein af ástæðunum er talin aukning IGF-1 (Insulin-like growth factor) við mjólkurneyslu en IGF-1 hefur hvetjandi áhrif á frumuskiptingar.“

Þá segir hún það vera hreinlega rangt eða ósiðlegt að ýta undir þá trú fólks að kúamjólk sé nauðsynleg tann- og beinheilsu Íslendinga og ítrekar að D og K vítamín sé ekki síður mikilvægt en kalk. „Styrktarþjálfun, brokkólí, fræ, baunir og sólarljós væru því betri beinstyrking en öll mjólk í heiminum,“ segir Lukka en kveðst þó sjálf drekka mjólk. „Ég vel þessar afurðir vegna nautnarinnar við að borða þær en ekki til að styrkja tennur og bein.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni