Bifreid.is er vönduð varahlutaverslun sem sérhæfir sig í varahlutum fyrir þýska bíla. Á 16 árum hefur fyrirtækið komið sér upp verðmætum gagnagrunni. Fyrirtækið kaupir einvörðungu hágæðavöru af þýskum birgjum og kemur þá sérþekkingin að góðum notum þegar útvega þarf réttu varahlutina á hagstæðu verði. Bifreid.is útvegar viðskiptavinum varahluti á allt að 30 til 50% lægra verði en býðst í bílaumboðum. Þróttmikil reynsla fyrirtækisins gerir því kleift að hafa tiltæka rétta varahluti á lager en bifreid.is fær sendingar þrisvar í viku til að fylla á viðamikinn og fjölbreyttan varahlutalager sinn.
Bifreid.is opnaði á dögunum nýja varahlutaverslun að Hjallahrauni 4 í Hafnarfirði, í enda hússins sem hýsir Tækniþjónustu bifreiða sem einnig er í eigu hinnar samheldnu fjölskyldu. Þjónustan er nú enn skilvirkari og sérhæfðari. Bifreid.is býður upp á hágæða varahluti frá Þýskalandi og er úrvalið nú enn fjölbreyttara en áður. Meðal annars er boðið upp á mikið úrval af varahlutum og ýmsum aukabúnaði, sem fram að þessu hefur aðeins fengist hjá umboðunum. Á lager eru mikilvægustu varahlutirnir í þýskar bifreiðar og líka er boðið upp á hraða sérpöntunarþjónustu. Fyrir eigendur BMW, BENZ, VW, AUDI, OPEL, SKODA, PORSCHE eða MINI er Bifreid.is klárlega rétti staðurinn.
Bifreid.is leggur metnað sinn í persónulega og faglega þjónustu. Ómetanleg reynsla fyrirtækisins gerir að verkum að hægt er að bjóða upp á heildstæða ráðgjöf hvað varðar varahluti og er starfsfólkið sérhæft til að finna réttu varahlutina fyrir viðskiptavininn. Umhverfi nýju verslunarinnar býður fólk velkomið og er bæði hlýlegt og heimilislegt. Það er nokkurs konar „retro“ stemning sem svífur yfir vötnum. Viðskiptavinir koma inn í gamaldags stofu, ljúf tónlist berst frá antíkútvarpi og fallegt fiskabúr er á veggnum. Fólk getur tyllt sér niður, fengið sér kaffi og litið í blöð. Þetta hefur komið viðskiptavinum skemmtilega á óvart þar sem þetta er ekki sú upplifun sem fólk á að venjast í þessum geira. Bifreid.is er að Hjallahrauni 4 í Hafnarfirði. Opið er virka daga frá kl. 08.00 til 18.00. Pöntunarsími er 555-0885 og netfangið er bifreid@bifreid.is