fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
FókusKynning

Átta skotheld sparnaðarráð

Biddu um afslátt, skiptu um tryggingafélag og gerðu verðsamanburð

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. desember 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptu um tryggingafélag

Mynd: © DV ehf / Stefán Karlsson

Ertu með ábyrgðartryggingu, kaskó, heimilistryggingu, sjúkra-, slysa-, innbús- og jafnvel gæludýratryggingu? Tryggingafélögin eru í harðri samkeppni og keppast við að laða að sér viðskiptavini. Egndu þeim saman með því að leita eftir tilboðum í allar tryggingarnar. DV þekkir skýr dæmi um að okrað sé á viðskiptavinum tryggingafélaga sem telja sig njóta sérstakra afsláttarkjara vegna hollustu þeirra við fyrirtækið. Ekki láta bjóða þér hækkun á bílatryggingum þótt þú lendir í tjóni. Nýtt félag mun ekki rukka fyrir það. Nýlega var lögum breytt sem gera viðskiptavinum kleift að segja upp tryggingunum hvenær ársins sem er. Ekki hika við það, ef þér bjóðast betri kjör.


Verslaðu á netinu

Mynd: 123rf.com

DV hefur undanfarið sýnt fram á það með óyggjandi hætti að vöruverð í nágrannalöndunum er oft miklu lægra en á Íslandi. Á vefsíðunni tollur.is er að finna þægilega reiknivél sem sýnir þér hvað tiltekin vara kostar hingað komin. Athugaðu að fá upplýsingar um flutningsverð áður en þú pantar. Þú getur sparað þúsundir, jafnvel tugþúsundir króna með því að kaupa vöru (sem þú þarft ekki að máta eða sjá) á netinu. Nú er til dæmis mjög hagstætt að kaupa frá Bretlandi.


Notaðu leitarvélar

Til eru frábærar leitarvélar sem spara þér mikla vinnu við netverslun í útlöndum. Með því að nota þær geturðu auðveldlega fundið lægsta verðið á hverjum tíma. Í Danmörku er þægilegt að nota pricerunner.dk og í Noregi prisjakt.no. Í Bretlandi er pricerunner.co.uk tilvalin.


Taktu bensín á Breiddinni

Ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og átt leið um Kópavog, þá er þar rétti staðurinn til að taka bensín. Lítraverð á stöð Orkunnar, hjá Bónus, skammt frá BYKO á Breiddinni, er að jafnaði um 8 til 10 krónum lægra en annars staðar. Þetta hefur hingað til ekki farið hátt. Þarna getur munað 500 krónum á einum tanki.


Frystu ávexti fyrir vatn

Íslendingar eru svo lánsamir að eiga neysluvatn í miklu magni. Það getur verið freistandi að kaupa vatn á flöskum, kannski með bragðefni, til að svala þorstanum. Miklu hagstæðara er að búa slíkt til sjálfur. Sniðugt húsráð er að skera appelsínur eða epli niður í hæfilega bita og frysta. Láttu kalt vatn renna í könnu og settu bita af frosnum ávöxtum út í, með svolitlum fyrirvara. Þannig slærðu tvær flugur í einu höggi; vatnið verður ískalt og bragðið ekta.


Reyktu frekar rafrettu

Mynd: Reuters

Best er vitaskuld að hætta að reykja. Þeir sem reykja geta þó sparað með því einu að skipta yfir í rafrettu, sem flestar rannsóknir sýna að séu ekki eins skaðlegar heilsunni. Á ritstjórn DV er maður sem reykir rafrettu. Rettan kostar um 10 þúsund og 10 millilítra glas af vökva – sem endist honum í um fimm daga – kostar um 1.500 krónur. Kostnaðurinn á ári, með kaupum á rettunni sjálfri, nemur 120 þúsund krónum. Ef þú reykir pakka á sígarettum á dag kostar það ríflega hálfa milljón á ári. Munurinn er tæplega 400 þúsund á ári, sem er tala sem maður með þokkaleg meðallaun fær útborgað á hverjum mánuði.

Mynd: Kristinn Magnússon

Biddu um afslátt

Verslunarmenn segja gjarnan, þegar DV krefur þá um svör vegna hárrar verðlagningar, að fáir kaupi vörurnar þeirra á fullu verði. Þetta vita sjálfsagt ekki allir. Gott ráð er að biðja alltaf um afslátt, þegar vara á borð við dekk og raftæki er keypt á Íslandi. Í versta falli færðu ekki afslátt og getur tekið ákvörðun í samræmi við það. Aldrei gefa til kynna að þú sért búinn að ákveða að kaupa vöruna af viðkomandi aðila.


Kauptu varahluti í útlöndum

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Íslensk bílaumboð okra sum hver á varahlutum, og bílavörur, svo sem dekk, eru stundum sérstaklega dýrar á Íslandi. Áður en þú kaupir varahlut í bílinn er tilvalið að athuga hvort hún fáist á vefnum rockauto.com en þar er um að ræða flottan bílavarahlutavef. Camskill.co.uk er dæmi um vefsíðu sem selur dekk á góðu verði. Þá þekkir DV dæmi þess að góðar rúðuþurrkur sé hægt að fá á hlægilegu verði á Ali Express. Prófaðu að skrifa inn tegundarheiti bílsins og árgerð og bættu við orðinu „blades“. DV mælir þó alltaf með að láta fagmenn annast viðgerðir á bílum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“