fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
FókusKynning

Hver er æskilegur fjöldi bólfélaga?

Rannsókn í Bretlandi bendir til þess að fjöldinn sé í lægri kantinum

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 26. desember 2016 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhjákvæmileg spurning á fyrstu mánuðum nýrra sambanda er: Hvað hefur þú sofið hjá mörgum. Flesta langar ekki til að vita það en forvitnin er yfirleitt skynseminni yfirsterkari. Nýleg rannsókn í Bretlandi bendir til þess að ákjósanlegur fjöldi bólfélaga, að mati væntanlegra maka, sé teljandi á fingrum annarrar handar. Rannsóknin var framkvæmd af háskólunum í Nottingham, Bristol og Swansea og birtust niðurstöðurnar í „Journal of Sex Research“.

Alls tóku 188 þátttakendur þátt í rannsókninni, þar af 104 konur. Aldur þátttakenda var á bilinu 18- 35 ára en meðalaldurinn var 21 árs.

„Væntanlegur maki sem hefur umfangsmikla kynferðislega fortíð er tölfræðilega slæmur kostur sem tryggur langtímamaki,“ segir einn framkvæmdaraðili rannsóknarinnar Dr. Steve Stewart-Williams. Miðað við þessa setningu er líklegt að Dr. Stewart-Williams sé ennþá hreinn jólasveinn og verði það um ókomna tíð. Hið óþjála orðafæri verður hinsvegar að skrifast á fullkomna vangetu blaðamanns til þess að þýða fræðilegan texta.

Óumdeilanlegt er hinsvegar að niðurstöður rannsóknarinnar mölbrjóti þá lífseigu mýtu að karlmönnum sé frekar fyrirgefið að eiga fjölmarga bólfélaga frá fyrri tíð. Rannsóknin bendir til þess að hvorki karlmenn né konur séu hrifin af því að væntanlegur framtíðarmaki hafi verið iðinn undir sænginni.

En hver er ákjósanlegur fjöldi bólfélaga? Svarið er hvorki 42 né 9. Svarið er þrír.

Þá kom skýrt í ljós að konum finnst karlmenn síður aðlaðandi sem hafa sofið hjá sex einstaklingum eða fleirum.

Þrátt fyrir að þátttakendur hafi látið í ljós þá ósk sína að framtíðarmaki hefði ekki átt marga bólfélaga þá fóru þeir ekki eftir því sjálfur. Meðalfjöldi bólfélaga hjá kvenkyns þátttakendum voru 5,81 en meðalfjöldinn hjá karlmönnunum voru 8,4.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni