fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
FókusKynning

Hættu í vinnunni og lögðu í fimm ára ferðalag um heiminn

Mögulega lengsta brúðkaupsferð sögunnar

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 26. desember 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamennirnir Anne og Mike Howard gengu í það heilaga árið 2011. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi neman fyrir það að allar götur síðan hafa þau verið á ferðalagi um heiminn. Segja má að þetta sé ein lengsta brúðkaupsferð sögunnar.

Sjö heimsálfur og 50 lönd

Það er óhætt að segja að Anne og Mike hafi komið aðstandendum sínum í opna skjöldu þegar þau tilkynntu þeim að þau ætluðu sér að selja nær allar sínar eigur, segja upp störfum í vinnunni og leigja íbúð sína í New York eftir að hafa gengið í hjónaband.

Þau yfirgáfu heimahagana í New York þann 22. janúar árið 2012 og hafa síðan þá heimsótt allar sjö heimsálfurnar og komið við í 50 löndum.

„Við hugsuðum með okkur að það væri ef til vill ekkert sérstaklega traust áætlun að ætla að setjast í helgan stein 65 ára og byrja þá að elta draumana okkar,“ sagði Mike í samtali við Washington Post. „Af hverju ekki að ferðast meðan við erum ung og hraust?“ bætti hann við.

Komast af með 20 dollara á dag

Til að byrja með fjármögnuðu þau ferðalag sitt með sparifé sínu en undanfarin misseri hafa þau fengið tekjur í gegnum ferðasíðuna HoneyTrek.com sem þau halda úti þar sem ferðalangar geta nálgast ýmsan hagnýtan fróðleik um ferðalög. Þá hafa þau einnig haldið fyrirlestra um víða veröld þar sem þau leiða fólk í allan sannleikann um hvernig er best að ferðast fyrir sem minnstan pening.

„Við opnuðum vefinn til að deila ferðalagi okkar með öðrum og hvetja aðra til að elta drauma sína,“ segja þau við Washington Post.

Í fyrstu voru þau með ákveðnar hugmyndir um meðaleyðslu á hvern dag. Í fyrstu ætluðu þau sér ekki að eyða meira en 39 dollurum, 4.500 krónum á núverandi gengi, en í dag eru þau með 20-25 dollara viðmið sem þau segja að gangi vel upp. Þessir peningar duga þeim fyrir mat og gistingu. Þau viðurkenna þó að viðmiðið geti verið breytilegt milli landa og stundum þurfi þau að fara yfir viðmiðið.

Nokkur góð ráð

En hvaða ráð geta þau gefið lesendum?

Anne og Mike segjast hafa grætt mikið á því að nýta sér punktakerfi flugfélaga þegar flogið er milli landa. Þá mæla þau með því að fólk verji frekar tíma sínum á fámennum stöðum þar sem verðlag er hagstæðara en á fjölmennum stöðum eins og í borgum. Þá mæla þau með því að fólk bóki gistingu við komuna á staðinn í stað þess að bóka hana með löngum fyrirvara. Loks mæla þau með því að ferðalangar sem vilja ferðast ódýrt bjóði heimamönnum aðstoð sína í skiptum fyrir gistingu eða mat.

Þó að hjónin hafi nú ferðast til yfir 50 landa fyrir tiltölulega lítinn pening hafa þau séð marga af fegurstu stöðum jarðar. Þau hafa farið í fjallgöngu í Nepal, ferðalag um óbyggðir Kambódíu, köfunarleiðingur við Kóralrifið mikla og fimmta brúðkaupsafmælinu vörðu þau á Suðurskautslandinu, innan um mörgæsirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni