fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
FókusKynning

Jólapakkar fyrir gæludýr

Kynning

Jólin í gæludýraversluninni Eden

Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 21. desember 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gæludýraverslunin Eden í Keflavík selur allt til gæludýrahalds og er þar að auki með lífandi dýr til sölu. “Hér erum við með ýmiskonar nagdýr svo sem hamstra, naggrísi, degus, kanínur og fleira. Við erum líka með fugla eins og dísarpáfagauka, gára, finkur og ástargauka og svo erum við með flott úrval af gullfiskum. Auðvitað erum við einnig með allar vörur til þess að sjá um gæludýrin, svo sem búr, fóður, leikföng og allt þar á milli,“ segir Lára Björk eigandi verslunarinnar.

Sætur hamstur.
Sætur hamstur.

Eden opnaði í desember í fyrra og fagnar verslunin því eins árs afmæli. „Í tilefni afmælisins erum við með fullt af flottum tilboðum fyrir dýrin. Við erum staðsett að Hringbraut 92 í Keflavík eins og er en við munum færa búðina yfir á Faxabraut 27 eftir áramót. Þá opnar mun stærri verslun með töluvert auknu úrvali,“ segir Lára.

Ástargaukar.
Ástargaukar.

Eden í jólastuði

Eden er í roknastuði fyrir jólin og er mikil stemning í búðinni. „Hér eru ýmis jólatilboð í gangi og svo erum við með flotta jólapakka fyrir ýmis konar gæludýr.“ segir Lára. Jólapakkarnir eru samsettir fyrir flestöll gæludýr, þar á meðal hunda, ketti og fugla,nagdýr og sniðnir fyrir stór og lítil dýr en einnig stráka og stelpur. „Þar sem Eden er í jólastuði höfum við ákveðið að draga út 30.000 kr. gjafabréf í Eden handa einhverjum heppnum þátttakanda fyrir jól,“ segir Lára. Það eina sem þarf að gera til að koma til greina, er að taka þátt í like-leik Eden sem er útlistaður hér fyrir neðan.

Frábærar jólagjafir fyrir gæludýrin.
Frábærar jólagjafir fyrir gæludýrin.

100.000 kr. gjafabréf

„Við stefnum svo á að ná upp í 5000 like á facebooksíðunni okkar. Nú þegar höfum við dregið út fyrir 500, 1000 og 1500 like, þar sem hver vinningshafi fékk 20.000 kr. gjafabréf úr verslun okkar. Svo ætlum við að draga út fyrir hver 500 like sem bætast við og hlýtur vinningshafinn í hvert skipti 20.000 kr. gjafabréf frá okkur. Þegar 5000 like hefur verið náð munum við draga út 100.000 kr. úttekt í versluninni. Það eina sem þarf að gera, til að vera með í leiknum, er að setja eitt like á like-leikinn og deila honum. Þess má geta að allir sem taka þátt í leiknum eru ætíð með í hverjum útdrætti,“ segir Lára.

Gullfiskar í miklu úrvali.
Gullfiskar í miklu úrvali.

Eden er staðsett að Hringbraut 92, Keflavík.
Eftir áramót opnar Eden í nýju húsnæði að Faxabraut 27, Keflavík.
Nánari upplýsingar má nálgast á facebooksíðu verslunarinnar.
Eden heldur einnig úti deskgramsíðu sem fyrir áhugasama er gaman að skoða.
Heimasíða verslunarinnar, sem verður einnig vefverslun, er í vinnslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“