fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
FókusKynning

Fótboltabækur, ljóð, glæpasögur, barna- og unglingabækur

Kynning

Óðinsauga gefur út 34 nýjar bækur í ár

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. desember 2016 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óðinsauga byrjaði sem sjálfsútgáfa en hefur vaxið jafnt og þétt. Útgáfan fagnar nú 10 ára afmæli, þó í mikið breyttri mynd frá því að stök bók kom út árið 2006. Af útkomu ársins má meðal annars nefna tvær bækur sem tileinkaðar eru frábærum árangri íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. EM / EURO 2016 er 190 blaðsíðna ljósmyndabók þar sem leikjunum, áhorfendum og leikmönnum eru gerð góð skil. Hin bókin um EM ævintýrið er spurningabók.

Tveir krimmar koma út á vegum Óðinsauga og eru höfundarnir báðir að þreyta frumraun sína. Óðinsauga hefur verið brautryðjandi í að gefa nýjum höfundum tækifæri og þannig auðgað flóru íslenskra bókmennta. Þetta eru bækurnar Bráð eftir Magnús Þór Helgason og Einfari eftir Hildi Sif Thorarensen.

Þónokkrar barnabækur koma út í ár að venju. Má nefna nýja bók um Herra T, en fyrri bókin kom einnig út í Finnlandi og er væntanleg í Kanada. Þá má nefna sniðuga barnabók sem kennir bæði litina og umferðarreglurnar, en sú bók heitir Litakassinn og er eftir Róbert Marvin.

Hér að neðan má sjá nokkrar af þeim bókum sem koma út á vegum Óðinsauga útgáfu í ár:

Brú yfir boðaföllin

Brú yfir boðaföllin er fyrst og fremst bók um von, andlegan bata og þær aðferðir sem gerðu Steinunni Ósk kleift að sigrast á æsku-minningum sem mörkuðust af kynferðisofbeldi og erfiðum heimilisaðstæðum. Í bókinni deilir Steinunn þeim aðferðum sem hafa hjálpað henni að byggja upp brotna sjálfsmynd og finna þann styrk og þá gleði sem einkennir líf hennar í dag. Bókin er uppgjör við erfiða fortíð og leiðarvísir að bjartari framtíð sem vonandi getur orðið þolendum kynferðisafbrota hvatning til að skila skömminni þangað sem hún á heima.
Höfundur: Steinunn Ósk

Elsku Lulla mín

Á árum fyrir og um upphaf seinni heimsstyrjaldar á þjóðþekkt skáld ástarævintýri með einstæðri móður og reyna þau að láta ástarfundina fara leynt út af rigti skáldsins. Ganga turtildúfnanna á milli eldheit ástarbréf og hefur þessi bók einkum að geyma bréf skáldsins til Lullu, elskunnar sinnar, en margvíslegan annan fróðleik að auki.

Höfundur: Helgi Ingólfsson

Sjötta Davíðsbók

Sjötta Davíðsbók. Í bókinni eru 66 litmyndir af jafnmörgum íslenskum plöntutegundum ásamt ljóði um hverja tegund. Ljóðin eru með stuðlum og rími en hvert með sínu ljóðformi, bragarhætti eða afbrigði hans.

„Davíð Hjálmar Haraldsson er snillingur í meðferð hefðbundins ljóðforms. Það þekkja þeir sem lesið hafa fyrri bækur hans, sem hann kýs að nefna Davíðsbækur I-V. Þessi bók, sem er sú sjötta í röðinni, er þar síst undantekning.“ Ragnar Ingi Aðalsteinsson.

Litið hef ég lýsiblóm og lundi háa,
þó dregur augað djásnið smáa;
dýragrasið himinbláa.

Höfundur: Davíð Hjálmar Haraldsson

EM 2016: Ljósmyndabók

Þessi ljósmyndabók er virðingarvottur við magnaða frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á EM 2016. Myndóður til liðsins og stuðningsmanna þess; minningargripur um einstakt íþróttaafrek. Fleiri orða er ekki þörf, enda segja myndir meira en þúsund orð. Bókin er á íslensku og ensku.

Bráð

Sveinn er sænsk-íslenskur námsmaður sem dvelur hjá föðurfjölskyldu sinni á huggulegu sveitabýli á meðan hann stundar jarðfræðirannsóknir á Skarðsheiði. Þegar morð er framið í sveitasælunni vaknar Sveinn upp við vondan draum því fljótlega verður ljóst að hann liggur undir grun. Lögreglan sinnir starfi sínu ekki sem skyldi og Sveinn verður að afla sönnunargagna sjálfur til þess að finna morðingjann og komast hjá því að lenda á bak við lás og slá. Tekst honum það eða mun sumardvölin á Íslandi hafa afdrifaríkar afleiðingar?

Höfundur: Magnús Þór Magnússon

Einfari

Það heyrist hvinur og allt verður svart. Ungur Íslendingur finnst látinn í Osló og rannsóknarlögreglukonunni Júlíu gengur illa að finna morðingjann. Þegar höfuðlaust lík í skógarrjóðri bætist við prísar hún sig sæla að hafa geðlækninn Alexander sér til aðstoðar.
Einfari er æsispennandi sakamálasaga sem svíkur engan.

„Ég myndi fylgjast með skrifum
Hildar Sifjar ef ég væri þú.“

– Einar Már Guðmundsson

Höf: Hildur Sif Thorarensen

Lavander á leik

Hver er eiginlega þessi Lavander?
Svikahrappur, þjófur, friðarspillir, lygari, boðflenna og aurapúki. Lavander hefur verið kallaður öllum þessum nöfnum. En Lavander lítur á sjálfan sig sem harðduglegan og úrræðagóðan fésýslumann. Að vísu felst í starfi hans að sýsla með fé annarra, helst úr þeirra vasa yfir í hans eigin …
Lavander býr í heimi þar sem galdrar eru daglegt brauð, töframenn á hverju götuhorni, fjöllin eru full af tröllum, á höfunum sigla illvígir sjóræningjar, draugar ganga ljósum logum og í skuggahverfum borganna leynast morðingjar og þjófar tilbúnir að stökkva á hvern þann sakleysingja sem á leið hjá. Má bjóða þér í ferðalag um þessar hættuslóðir …?

Höfundur: Jón Páll Björnsson

Lífsbjörgin

Norðan marka hins byggilega heims er lífsafkoma mannsins þrotlaus barátta við að lifa. Lítil samfélög þar sem hver hlúir að öðrum og samheldnin er sterk gera þessa vist mögulega. En náttúran hlífir engum. Þegar heimskautaveðrin ógna og fólk flytur búferlum er óhjákvæmilegt að árekstrar verði …

Höf: Halldór Svavarsson

Skögla

Skögla er íslensk ævintýrabók byggð á norrænni goðafræði eftir Þorgrím Kára Snævarr. Bókin kemur út hjá bókafélaginu Óðinsauga.
Þegar dvergurinn Nýráður og fósturdóttir hans, Skögul, halda til fundar við konunginn í Næríki á hvorugt þeirra von á hremmingunum sem bíða þeirra. Launráð verða til þess að þeim er stíað í sundur og þurfa þau að vaða eld og brennistein til þess að finna hvort annað á ný. Á leiðinni mæta þau blóðþyrstum nöðrum, alvitrum jötni og útlægu goði í kapphlaupi við tímann þar sem þeirra gætu beðið verri örlög en dauðinn.

Höfundur: Þorgrímur Kári Snævarr

Bjalla og bæjarstjórinn

sem gat ekki flogið

Litríkt og skemmtilegt ævintýri um hana Bjöllu, en hún á ekki sjö dagana sæla í geitakofanum með honum Gussa fingralanga. Dag einn hverfur hann á brott og Bjalla röltir yfir að Gullhóli og segist vera indjáni. Upp hefst þá nýr kafli í lífi Bjöllu. Gussi fingralangi er þó varla langt undan og spurningin er: Hvað hefur hann í hyggju?
Höfundur: Þröstur Jóhannesson

Litakassinn

Litirnir í litakassanum fara á stjá. Áður en þeir vita af blandast þeir og upp spretta nýir og spennandi litir. Á sama tíma og börn kynnast litunum, fræðast þau um umferðarljósin.

Höf: Róbert Marvin Gíslason

Herra T og dularfulla eggið

Þetta er önnur bókin um þá félaga Herra T og Asna. Asni er kjúklingur. Í þessari bók finnur Herra T dularfullt egg á sófanum heima hjá sér. Fyndnar sögur með stuttum texta.

Höfundar: Huginn Þór Grétarsson og Maaria Paivinen

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“