fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
FókusKynning

Allt til útivistar fyrir nýfædda og uppúr

Kynning

Ellingsen býr þig undir útivistina

Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 18. desember 2016 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að stunda útivist er frábær leið fyrir fjölskyldur að eyða tíma saman og treysta fjölskylduböndin. Auk þess hefur útivist frábær áhrif á heilsuna og skapið, því hvergi er skemmtilegra að vera en í stórfenglegri náttúru á fögru landi ísa. Íslenskur vetur getur þó verið afar kaldur eins og við vitum flest og þá er svo mikilvægt að vera rétt búinn.

Devold ullarnærföt.
Devold ullarnærföt.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Duggarapeysan snýr aftur

Ellingsen er gamalgróin útivistarverslun þar sem þú færð gæðaútivistarfatnað og búnað fyrir alla fjölskylduna á frábæru verði. Þar færðu meðal annars ullarnærföt á alla fjölskylduna. „Við erum með ullarnærföt frá norska útivistarmerkinu Devold sem er eitt besta útivistarmerkið á markaðnum í dag. Einnig erum við með frábærar vörur á mjög hagstæðu verði frá Tresspass sem framleiða meðal annars hitafatnað fyrir börn og gönguvörur á hagstæðu verði,“ segir Sigríður Sigmarsdóttir, verslunarstjóri Ellingsen.

Duggarapeysur.
Duggarapeysur.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Við hófum framleiðslu aftur Duggarapeysunni frægu en þar er um að ræða gömlu góðu Ellingsen-ullarpeysuna, sem var kölluð Viktoría hér í den, og höfum við nú endurhannað hana. Peysan er hönnuð, prjónuð og framleidd á Íslandi og hefur slegið algerlega í gegn hjá landanum. Enda er þetta frábær peysa í útileguna og í útivistina og sérstaklega hönnuð með íslenskt veður í huga.“

Glæsilegir fyrir göngugarpinn.
Glæsilegir fyrir göngugarpinn.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Gleðjum göngugarpinn

Fyrir göngugarpinn er tilvalið að lauma góðum gönguskóm í jólapakkann, enda eru þeir bráðnauðsynlegir í lengri sem skemmri göngur. „Við erum með gríðarlegt úrval af Muck Boot stígvélunum og Zamberlan gönguskóm frá stærðum 24 og alveg upp í stærð 47. Við erum líka að taka upp stórglæsilega leðurgönguskó frá Zamberlan.“ Göngubúnað og aukabúnað svo sem göngustafi og bakpoka í ýmsum stærðum má finna hjá Ellingsen. „Að sjálfsögðu erum við með Didrikson fatnað og gott úrval af Columbia vörum sem framleiða meðal annars gæða skeljafatnað eins og þykkar og þunnar dúnúlpur, skeljapeysur, útivistarbuxur og snjóbuxur, sem hentar öllum sérstaklega vel fyrir íslenskan vetur og í útivist allt árið.“ Hjá Ellingsen fæst allt í útileguna. „Hér færðu hlýja svefnpoka, vegleg tjöld, vindsængur, pumpur, ljós og kælibox.“ Þér verður ekkert að vanbúnaði ef þú skipuleggur útivistina hjá Ellingsen, því þar fæst bókstaflega allt sem nauðsynlegt er og hugurinn girnist.

Fjórhjól.
Fjórhjól.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Stangveiði, hjólreiðar og sleðaferðir

„Ég get ekki sleppt að nefna veiðideildina okkar en þar fæst allt fyrir stangveiðimanninn, bæði veiðistangir, flugur, aukahlutir og fatnaður.“ Hjá Ellingsen færðu einnig allt fyrir reiðhjólamanninn. „Við erum með hjól frá Merida sem framleiðir allt frá sparkhjólum og þríhjólum upp í alvöru keppnishjól.“ Að sjálfsögðu fæst allur aukabúnaður svo sem hjálmar, hjólafatnaður, endurskinsmerki og ýmis konar aukahlutir fyrir hjól. „Fyrir þá allra hörðustu seljum við svo snjósleða, vélsleðar og önnur skemmtileg tæki.“

Eins og sést þá er úrvalið nær óendanlegt hjá Ellingsen sem er með allt fyrir útivistina, allt frá innsta hlífðarklæðnaði og hlýjum skeljafatnaði upp í bakpoka fyrir göngugarpa og jafnvel snjósleða. „Við leggjum upp með að vera með gríðarlegt úrval af gæðafatnaði og útivistarbúnaði á góðu verði fyrir alla. Hér fást góðar vörur á mjög breiðu verðbili. Það eru allir ánægðir með jólagjafir frá Ellingsen,“ segir Sigríður.

Allt fyrir útivistina.
Allt fyrir útivistina.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ellingsen er staðsett að Fiskislóð 1, 101 Reykjavík.
Hægt er að hafa samband í síma 580-8500 eða með því að senda tölvupóst á ellingsen@ellingsen.is.
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Ellingsen.
Verslunin er opin alla virka daga frá 10 – 18, laugardaga frá 10 – 16 og sunnudaga 13 – 17.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“