Tveir nýir áfangastaðir Bjarmalands
Síðan árið 2000 hefur ferðaskrifstofan Bjarmaland boðið upp á hvað áhugaverðustu og sérstæðustu áfangastaði sem sést hafa á íslenskum ferðaskrifstofum. Meðal annars má nefna áfangastaði eins og Úzbekistan, Georgía og Víetnam.
Bjarmaland býður nú upp á tvo nýja áfangastaði árið 2017. Hingað til hafa Íslendingar lítið sem ekkert ferðast um Rúmeníu og Hvítarússland, en Bjarmaland verður með ferðir á báða staðina á næsta ári. Töluverðar breytingar og lýðræðislegar umbætur hafa orðið á báðum þessum þjóðfélögum eftir hrun kommúnismans og túrismi hefur að sama skapi aukist töluvert enda um gríðarlega skemmtilega staði að ræða. Rúmenía og Hvítarússland eru mjög vinsæl túristalönd og verðlagið er í lágmarki sem er hagstætt fyrir Íslendinga.
Annars vegar er um að ræða frábæra ævintýraferð til Rúmeníu, fæðingarstað Drakúla greifa. Rúmenar eiga bæði gullfallega náttúru og stórfengleglega byggingarlist. Forsetahöllin í Búkarest er til að mynda næststærsta opinbera bygging í heimi á eftir Pentagon í Virginíu. Farið verður á slóðir Vlad Drakúla greifa í Karpatafjöllum og ýmislegt fleira merkilegt skoðað.
Hins vegar er um að ræða stórskemmtilega menningarferð til Hvítarússlands. Hvítarússland er stundum kallað síðasta sovétlýðveldið, sem er nú kannski ekki alveg réttnefni, en þar hefur þjóðfélagið breyst hvað minnst af þeim 15 lýðveldum sem tilheyrðu Sovétríkjunum. Forseti lýðveldisins, Alexander Lukashenko hefur haldið að miklu leyti í gamlar hefðir. Því er það sérstaklega áhugavert fyrir vestur-Evrópubúa að upplifa menningarmuninn í Hvítarússlandi, sem má að mörgu leyti líta á sem lifandi safn gamalla tíma. Hvítarússland kom illa út úr seinna stríði en þar ríkir nú mikill stöðugleiki í þjóðfélaginu og töluverð uppbygging á sér stað. Hvítarússar eru miklir höfðingjar heim að sækja og ákaflega gestrisnir.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að framlengja jólin þá býður Bjarmaland upp á stórskemmtilega jólaferð til Rússlands. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan notar annað dagatal en sú evrópska. Því er aðfangadagur ekki þann 24. desember heldur á þrettándanum eða 6. janúar. Jólin hafa á síðustu árum breyst í mikla fjölskylduhátíð í Rússlandi og því er ævintýraleg stemning í Moskvu í kringum jólin. Ásamt mikilli hátíðarstemingu er alveg stórkostleg menning og saga í Moskvu og er tilvalið að skella sér balletsýningu eða á listasafn.
Allar ferðir Bjarmalands eru skipulagðar og seldar þannig að ferðalangar þurfa ekki að leggja út fyrir aukakostnaði eins og fyrir skoðanaferðum eða fæði. Enda er allur kostnaður innifalinn í verði, sem reynt er eftir fremsta megni að halda í lágmarki. Því eiga ferðamenn ekkert annað eftir að gera en að slappa af og njóta ferðarinnar. Hjá Bjarmalandi færðu toppþjónustu og í öllum ferðunum er hvort tveggja enskumælandi leiðsögumaður og svo annar sem talar íslensku.
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Bjarmalands.