Ein áhugaverðasta bókin í ár er án efa bókin “Öflugir Strákar” eftir fyrrum landsliðsmanninn í handbolta Bjarna Fritzson. Bókin hefur fengið frábærar viðtökur og stimplað sig inn í jólabókaflóðið sem ein vinsælasta unglingabókin fyrir stráka á aldrinum 12-20 ára. Eftirspurnin eftir bókinni leynir sér ekki enda eru eingöngu örfá eintök eftir og strákar um allt land liggja límdir yfir lestri bókarinnar.
Í bókinni er fléttað saman húmor, fræði og fróðleik í þeim tilgangi að hjálpa lesandanum að efla sjálfan sig á margvíslegan hátt. Bókin er skrifuð á mannamáli, uppsetningin er skýr og einföld sem gerir lesandanum auðvelt fyrir að nálgast það efni sem hann er forvitinn um hverju sinni. Bjarni notar dæmisögur af sjálfum sér auk þess sem hann fær reynslusögur frá þjóðþekktum einstaklingnum og strákum sem búa yfir reynslu sem getur eflt aðra stráka.
Vertu þú sjálfur.
Einbeittu þér að því sem skiptir máli.
Vertu Óstöðvandi.
Þú ert lífstíllinn sem þú lifir.
Leiðtogi Framtíðarinnar.
Lifðu örlítið út fyrir kassann.
Bjarna býr yfir dýrmætri reynslu í þessum málaflokki þar sem hann rekur sjálfstyrkingarfyrirtækið “Út fyrir kassann” sem sérhæfir sig í að halda námskeið fyrir stráka, stelpur, íþróttafólk og foreldra þeirra. Í síðustu viku mættu til að mynda yfir þrjú hundruð foreldrar á foreldranámskeið hjá Bjarna.
Kíktu endilega á bókina næst þegar þú skellir þér í Bónus, Hagkaup, Nettó eða Pennann-Eymundsson
Hér eru svo linkar á facebook síður Út fyrir kassann og Öflugra Strákar