fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
FókusKynning

„Mætum fólki á þeim stað þar sem það er“

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. desember 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útfararstofa Svafars og Hermanns, sem einnig gengur undir nafninu Kvedja.is, byggir á 20 ára reynslu og mikilli þekkingu á útfararþjónustu. Stofan veitir þjónustu sem er í senn heildstæð og mjög persónuleg. „Þetta er lítil útfararstofa og við komum að ferlinu frá upphafi til enda, erum með fólkinu allan tímann því þessi persónulegu samskipti eru mjög mikilvæg,“ segir Hermann Jónasson, annar eigenda stofunnar, en hinn eigandinn er Svafar Magnússon. Báðir hafa starfað afar lengi í faginu. Þriðji starfsmaðurinn er Ingibjörg Halldórsdóttir.

Á heimasíðu stofunnar, kvedja.is, er að finna mjög gagnlegar upplýsingar, meðal annars gátlista fyrir útför sem bæði er hægt að skoða á síðunni og prenta út. Útfararstofa Svafars og Hermanns getur séð um alla þætti útfararinnar. „Það er svo misjafnt hvernig fólk er statt gagnvart þessu. Sumir eru búnir að ákveða alla hluti og hafa kannski gert þetta áður. En suma þarf að leiða vel áfram og þá upplýsum við fólkið um allt sem er í boði og mögulegt er,“ segir Hermann sem leggur áherslu á að laga þjónustuna að þörfum hvers og eins.

„Það hefur færst í vöxt að fólk sé ekki í kirkjunni og ekki eru lengur allir með presta. Það ríkir sá misskilningur að allt sé niður njörvað varðandi hvað má og hvað má ekki við útför. En í rauninni ræður hver og einn hvað hann gerir og hvernig hann hefur þetta,“ segir Hermann sem leggur áherslu á að þjóna öllum trúarhópum og líka hinum trúlausu.

„Við leggjum áherslu á að hver útför sé einstök. Hún er ekki eins og hver önnur. Við mætum fólki á þeim stað þar sem það er og uppfyllum óskir þess. Við förum heim til fólks ef það vill það en það getur líka komið til okkar því við erum með góða aðstöðu að Síðumúla 28,“ segir Hermann en stofan býður upp á alla þjónustu sem til þarf og kemur meðal annars á sambandi við tónlistarfólk þegar þess gerist þörf. „Fyrir suma sjáum við um allt, tölum við prestinn og aðra sem koma að útförinni, en síðan eru aðrir svo sjálfstæðir að þeir vilja gera þetta sjálfir og þá er það bara í góðu lagi. Þetta er nokkuð misjafnt en við þjónum öllum og leggjum alltaf mikið upp úr persónulegri nálgun,“ segir Hermann að lokum.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni kvedja.is. Símanúmer stofunnar er 571-8222

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“