fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
FókusKynning

Helga og Tómas léttu sig um 43 kíló á 5 mánuðum: „Vissum að það þyrfti eitthvað að breytast“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 13. desember 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Helga Lind og Tómas Davíð hafa á örfáum mánuðum gert bragarbót á lífsgæðum sínum en þau ákváðu að stíga skrefið saman til bættrar heilsu. Á aðeins fimm mánuðum hafa þessi skemmtilegu hjón losað sig við 43 kíló í samvinnu við grenningarráðgjafann Sverri Þráinsson. Þau ákváðu að segja sögu sína og deila góðum ráðum með þjóðinni.

Tómas og Helga eru jafngömul, 33 ára, og eiga saman tvo drengi, 2 og 6 ára. Tómas starfar sem framhaldsskólakennari en Helga er félagsráðgjafi.

Hvað varð til þess að ákvörðun var tekin um að snúa lífsstíl og rútínu til betri vegar?

„Aðdragandinn er mjög langur,“ segir Helga. „Við upphaf sambúðar okkar þyngdumst við bæði vegna „huggukvölda“ eins og oft gerist, þar byrjaði boltinn að rúlla í öfuga átt hjá okkur báðum.

Í kjölfar barneigna bættum við enn frekar á okkur. Við hættum þá að stíga á vigt og lokuðum augunum fyrir vandamálinu.

„Seinni hluti ársins 2015 og fyrri hluti ársins 2016 var Helga að ganga í genum gríðarlega erfiðan og sársaukafullan tíma sem hafði eðlilega áhrif á okkur bæði. Á þessum tíma var líkamsrækt ekki raunhæfur kostur af mörgum ástæðum sem ekki verður farið út í hér,“ segir Tómas. „En lífsstíllinn varð í raun bara svona ,,sófakartöflulífstíll.” Við vissum alveg að það þyrfti eitthvað að breytast, en með dassi af afneitun fékk þetta að ganga alltof lengi.“

Tómas bætir við:

„Í júlí 2016 vorum við bæði kominn á þennan stað þar sem að það varð ekkert litið undan lengur, líkamlega formið sem við vorum kominn í hafði orðið neikvæð áhrif á allt okkar daglega líf. Þess utan verður ekki litið fram hjá því að vanlíðan í eigin líkama hefur áhrif á andlega líðan líka og það var alveg tilfellið.

Þannig þegar við rákumst á umfjöllun um Sverri og grenningar- og lífsráðgjöfina heillaði þessi nálgun okkur. Enda vorum við kominn á þann stað að við vorum raunverulega tilbúin að leggja vinnu í það að koma lífi okkar og heilsu í betri farveg.“

Hvert var fyrsta skrefið?

„Fyrsta skrefið fyrir mig var að sannfæra Tómas,“ segir Helga og hlær. „En það þurfti ekki mikið til. Við sendum Sverri póst á Facebbok og fengum svör samdægurs og hann kippti okkur strax inn í prógrammið.“

Var ákvörðunin og byrjunin erfitt skref?

„Ákvörðunin sjálf var ekki erfið. Fyrstu dagarnir voru hins vegar erfiðir. Hugurinn var þrjóskur í byrjun en svo birti snögglega til,“ segir Tómas.

Hver var svo rútínan í þessu ferli?

Ferlið og rútínan er í sjálfu sér ótrúlega þægileg og auðveld. Þó það sé miserfitt að fara eftir henni, fer eftir andlegu og líkamlegu dagsformi.

Á hverju kvöldi skrifuðum við matardagbók, skráðum hreyfingu dagsins út frá skrefamæli og kannski það mikilvægasta, hvernig okkur leið, hvað fór í gegnum hugann þann daginn varðandi líðan og tengingu við vegferðina í breyttan lífsstíl.

Tilfinningadagbókin sem er hluti af vinnunni er nauðsynleg og gríðarlega gefandi. Þrískiptu dagbókinni er svo svarað og samstarfið rúllar áfram og ekkert í stöðunni nema lausnir og verkefni, engin óleysanleg vandamál til.“

Hver var munurinn á þessari nálgun sem þið notuðuð og öðrum fyrri tilraunum?

„Tímalengd númer eitt, tvö og þrjú. Við litum aldrei á þessa vegferð sem átak í stuttan tíma, heldur breyttan lífsstíl. Þessi öfgalausa rútína sem lærðist á tímabilinu öllu, hjálpaði manni að hafa rétt hugarfar til mataræðis og hreyfingar.“

Hvernig gekk að viðhalda hvatningu til að halda áfram?

„Um leið og við tókum eftir árangri þá varð það að hvatningu til að halda áfram. Þótt dagar séu misjafnir þá er það í góðu lagi, við lærðum að sjá þetta í réttu ljósi, hvernig hægt væri að lifa eðlilegu lífi en ná samt árangri með breyttum áherslum og hugarleikfimi,“ segir Tómas.

Hvað hafið þið lært sem þið höfðuð ekki lært áður?

„Það hljómar svo ótrúlega auðvelt þegar fólk segir ,,já þú þarft bara að hreyfa þig meira en þú borðar ef því vilt grennast,“ segir Helga. „En þegar við vorum að byrja í þessu ferli var þessi hugsun um debet og kredit svo ótrúlega fjarstæð og í raun bara orð sem maður vissi að voru sönn. Það hefur hins vegar tekið þessa 5 mánuði að koma þessu í undirmeðvitundina.“

„Í dag vitum við að það þarf að vera jafnvægi. Við förum alveg í veislur og matarboð og slíkt og þá borðum við það sem er í boði, enda er ekkert bannað, en við vitum líka að við þurfum að eiga fyrir því. Það verður að koma hreyfing á móti. Einnig þar sem þetta er ekki átak þá er maður ekki að falla á neinu en maður heldur bara áfram. Til dæmis þegar veisla er um kvöldið þá er léttrútína yfir daginn og hreyfing góð, inneign safnað sem er svo nýtt um kvöldið og rest „greidd“ daginn eftir.“

Er mikilvægt að taka andlega hlutann jafnalvarlega og samhliða þeim líkamlega?

„Við höfum alveg komist að því það er beintenging á milli líkamlegrar og andlegrar líðan,“ svarar Helga og heldur áfram: „Við komumst t.d. fljótt að því að svengd er ekkert endilega bara líkamleg heldur líka vani. Oft kemur löngun í að narta í eitthvað vegna þreytu eða vanlíðunar og þá er það samkvæmt innprentuðum vana, sem viðbrögð við vissum tilfinningum.

Það að læra að hlusta á tilfinningarnar og þessa innri líðan er algjörlega nauðsynlegt. Það hefur verið stór hluti af þessari vegferð að setjast niður á hverju kvöldi og skoða daginn sinn. Hvernig leið okkur og hvað, ef eitthvað fékk að stjórna líðaninni þann daginn?“

Er betra að taka svona breytingar í sameiningu heldur en í sitthvoru lagi?

„Klárlega,“ segir Helga og bætir við að ef annar aðilinn fer í átak en hinn heldur áfram uppteknum hætti sé hættara við að gamlar venjur leiði til falls þess sem er að reyna breyta til.

„Við höfum verið gríðarlega samstillt í þessari vegferð, enda þurftum við bæði á þessu að halda. Það er skoðun okkar að þetta hefði aldrei gengið upp nema af því við vorum 100% samstíga. Þessi lífstílsbreyting hefur gert okkur nánari ef eitthvað er.

Ef að annað hvort okkar hefur átt erfiðan dag, þá er hinn aðilinn styrkur. Við höfum verið að ganga í gegnum nákvæmlega það sama. Þess vegna skiljum við líka hvort annað svo vel.“

Hver er munurinn á líðan ykkar núna og fyrir ári síðan?

„Það er erfitt að lýsa því með orðum. Saman höfum við misst 43 kíló á þessum fimm mánuðum en þessi vegferð hefur snúist um meira en að sjá lægri tölur á vigtinni. Hún hefur snúist um að komast út úr afneitun og taka fulla stjórn á lífi okkar,“ segir Helga.

Markmiðið var vissulega í upphafi ákveðin tala, en núna er markmiðið að halda áfram að byggja upp heilbrigða sál í hraustum líkama. Þannig getum við verið til staðar fyrir hvort annað og fyrir fjölskylduna okkar.

Í tilefni af þessum magnaða árangri og nýja „lúkki“ fórum við í myndatöku til ljósmyndarans Jóns Páls Vilhelmssonar og í fyrsta sinn í langan tíma erum við himinlifandi með myndir af okkur.

Viskuráð til almennings?

„Það sem við höfum lært í þessu samstarfi með Sverri er að allt snýst þetta um að taka ákvarðanir og halda jafnvægi á milli hreyfingar, neyslu og andlegrar líðunar,“ segir Helga og bætir við: „Mikilvægt er að láta ekki stjórnast af þröngsýnum staðalímyndum samfélagsins heldur fylgja sinni sýn, ná sínum markmiðum og lifa samkvæmt sínum tilgangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni