fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
FókusKynning

Jólatónleikar Boney M

Kynning

Dillaðu þér með diskófjöri á aðventu

Berglind Bergmann
Fimmtudaginn 1. desember 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boney M. var ein af vinsælustu hljómsveitum diskótímabilsins, hún var stofnuð árið 1976 og hefur starfað nær óslitið síðan í einni eða annarri mynd. Aðalsöngkonan Liz Mitchell er sú eina af upprunalegum meðlimum sem er enn að syngja undir nafni Boney M. En hún sýndi það og sannaði á jólatónleikunum í fyrra að hún hefur engu gleymt, hvorki í söng, hreyfingum eða sjarma. Tónleikagestir risu úr sætum sínum strax á fyrsta lagi og margir þeirra voru ekkert að hafa fyrir því að setjast aftur, slíkt var stuðið. Óhætt er að segja að tónleikarnir hafi komið gestum í sannkallað jólastuð. Og í lok tónleikanna gerðist nokkuð sem ég hef ekki áður séð á tónleikum í Hörpu, tónleikagestir flykktust upp á svið og dilluðu sér með Mitchell og hljómsveitinni.

Söngkonan Liz Mitchell
Söngkonan Liz Mitchell

Boney M. gáfu fyrstu jólaplötuna sína út árið 1981 og hét hún einfaldlega Christmas Album. Platan sló rækilega í gegn eins og fyrri plötur þeirra og mörg laganna eru vinsæl enn þann dag í dag þegar aðventan bankar upp á. Hver kannast ekki við lög eins og Mary´s Boy Child/Oh My Lord, Feliz Navidad og Little Drummer Boy?
Tvennir jólatónleikar í fyrra slógu í gegn og var uppselt á þá báða. Boney M. heimsækir Hörpu aftur nú í ár og heldur tónleika sunnudaginn 4. desember næstkomandi. Söngdívan Liz Mitchell er fremst í flokki, en auk hennar syngja tvær söngkonur og einn söngvari og níu manna hljómsveit spilar undir. Enn er hægt að nálgast miða á tónleikana inn á tix.is

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=FHTCldo7uw4?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Boney M – Mary's Boy Child (með texta)

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=dDFX8KVKRoI?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Mary's Boy Child / Oh My Lord

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=QtxlCsVKkvY?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Boney M Daddy Cool

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=9ybv4DOj-N0?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Rivers of Babylon

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“