Mathús Garðabæjar, Garðatorgi 4b, Garðabæ
Mathús Garðabæjar er sex mánaða gamall veitingastaður sem þegar hefur getið sér mjög gott orð. Eigendur eru þrír félagar sem allir hafa mikla reynslu úr veitingabransanum en þeir eru Stefán Magnússon, Þorkell Garðarsson og Róbert Rafn Óðinsson. Núna heldur Mathús Garðabæjar inn í sína fyrstu jólavertíð og segir Stefán Magnússon að mikil eftirvænting ríki fyrir jólahlaðborðunum en þau hefjast 18. nóvember. „Staðurinn er hannaður fyrir góð hlaðborð og við skipuleggjum þetta þannig að hver og einn geti fengið nægju sína af sínum uppáhaldsréttum,“ segir Stefán.
Eldhúsið í Mathúsi Garðabæjar er opið alla daga frá kl. 11.30 til 22.00 en staðurinn er opinn til 23. Daglega er í boði stórt „brunch“ hlaðborð frá kl. 11.30 til 16.00.
Mathús Garðabæjar þjónar misstórum hópum hvað varðar jólahlaðborð: „Þetta getur verið alveg niður í pör, fjögurra manna eða sex manna hópa og síðan upp í 80 manns. Sem sagt, pör, fjölskyldur eða jafnvel stórfyrirtæki,“ segir Stefán. Hann segir að staðurinn sinni veisluþjónustu út úr húsi en þó sé megináherslan lögð á jólahlaðborð á veitingastaðnum enda aðstæður hinar bestu.
„Forréttirnir eru á plöttum sem bornir eru á borðin, síðan eru steikarhlaðborð og eftirréttahlaðborð. Fólk getur notið þess að fara fleiri ferðir og fá sér meira af sínum uppáhaldsmat, sumir eru mest fyrir steikurnar á meðan aðrir fá sér oftar af eftirréttunum,“ segir Stefán.
Á heimasíðu staðarins, mathus210.com, eru ítarlegar upplýsingar um rétti á boðstólum á jólahlaðborði ásamt verði. Þar er einnig hægt að bóka jólahlaðborð. Að sögn Stefáns eru bókanir komnar á fullt en fyrstu jólahlaðborðin verða 18. nóvember og síðan heldur þetta áfram inn í desember.
Meðal girnilegra forrétta eru grafinn nautavöðvi, reyktur jólalax, karamelluð önd og margt fleira. Í aðalrétt eru til dæmis hunangsgljáðar kalkúnabringur og eðal purusteik. Meðlæti er afar fjölbreytt og girnilegt. Sem fyrr segir eru allar upplýsingar á heimasíðunni, mathus210.com og sjón er sögu ríkari.
Mathús Garðabæjar er til húsa að Garðatorgi 4b í Garðabæ. Síminn er 571-3775. Sem fyrr segir er hægt að panta jólahlaðborð og aðra veisluþjónustu á mathus210.com, í gegnum síma eða á Facebook-síðu Mathúss Garðabæjar.