Afmælis- og opnunarhátíð í dag í Smáralind
Smáralindin hefur undanfarið verið að útbúa nýjan og glæsilegan inngang sem opnar í dag, laugardaginn 5. nóvember. Í tilefni þess, og að Smáralindin á 15 ára afmæli, verður margt skemmtilegt um að vera í dag og ýmisleg tilboð í gangi í öllu húsinu. Blómaverslunin Bjarkarblóm hefur undanfarin átta ár verið staðsett á torginu fyrir utan Vínbúðina og Hagkaup en flytur nú yfir á torgið fyrir framan nýja innganginn.
Bjarkarblóm selur allar gerðir skreytinga og fallega gjafavöru á góðu verði. Starfsfólk búðarinnar er með margra ára reynslu og er verslunin þekkt fyrir faglega þjónustu. Í tilefni nýrrar staðsetningar innan Smáralindar býður Bjarkarblóm upp á allt að 20% afslátt af völdum vörum. Verslunin er með mikið úrval af íslenskri hönnun og er servíettu- og kertalínan frá Heklu Björtu Guðmundsdóttur til dæmis á 20% afslætti. Auk þess verður tilboð á blómum og þar á meðal verða fimm eldliljur saman á 2.990 kr. og tíu stykkja rósabúnt á sama verði. „Við verðum svo búin að taka upp jólavörurnar í nýju búðinni,“ segir annar eigandi Bjarkarblóma, Elva Björk Jónatansdóttir. Dóttir Elvu, Ragnhildur Rós Kristjánsdóttir keypti nýlega hlut í fyrirtækinu og reka þær nú saman þetta farsæla fjölskyldufyrirtæki.
Það verður spennandi að sjá nýju vörurnar hjá Bjarkarblómum, því nokkrir starfsmenn skelltu sér nýverið á sýningu í Danmörku til þess að kynna sér nýjustu strauma og stefnur í skreytingabransanum, fyrir jólin 2016 og áframhaldið árið 2017. Þar voru til dæmis keyptar inn glæsilegar gjafavörur frá I. C. Lauvring.
Auk þess selur Bjarkarblóm töluvert af íslenskri hönnun eins og JB-art, sem eru þekktir fyrir að skreyta vörur sínar með skemmtilegum og flottum textum. „Við erum líka að selja gullfallega kertastjaka frá glerlistakonunni Þóu hjá Art glass, sem hafa verið vinsælir í samúðargjafir. Einnig erum við með skemmtilegar eftirprentanir eftir listakonuna Helmu,“ segir Elva. Þess má geta að Bjarkarblóm var að opna nýja og glæsilega vefverslun og selur þar blóm, skreytingar og gjafavörur á góðu verði, líkt og verslunin sjálf í Smáralind.
Bjarkarblóm er staðsett við nýja innganginn í Smáralind í Kópavogi.
Hægt er að hafa samband við Bjarkarblóm í síma 578-5075 eða með því að senda póst á netfangið bjarkarblom@bjarkarblom.is.
Nánari upplýsingar má nálgast á vefverslun Bjarkarblóma og facebooksíðu verslunarinnar.