fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
FókusKynning

Allt frá purusteik til grænmetisrétta

Kynning

Culina: Allt eldað frá grunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. nóvember 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Culina er veisluþjónusta þar sem áhersla er lögð á að elda alla rétti frá grunni. Maturinn er án aukaefna og óþekktra rotvarnarefna eða ofnæmisvalda. „Maður er ekkert að svíkja prinsippin þó að það séu jólin,“ segir Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og eigandi Culina, aðspurð hvort þessi hreinleiki fæðunnar sé ráðandi á jólahlaðborðum veisluþjónustunnar. Viðskiptavinir Culina geta treyst því að þeir fái hreina fæðu sem elduð er frá grunni.

„Þar sem við erum veisluþjónusta en ekki veitingastaður þá er enginn ákveðinn tími fyrir jólahlaðborðið, það er í rauninni hægt að panta þetta hvenær sem er. Ég er annars vegar með jólahlaðborð þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og hins vegar jólahlaðborð bara fyrir grænmetisætur,“ segir Dóra Svavarsdóttir.

Löng hefð er fyrir því að grænmetisætur leiti til Culina varðandi jólahlaðborð:
„Ég var í Á næstu grösum árum saman, sem var auðvitað grænmetisveitingastaður, og það hafa margir fylgt mér þaðan, þó að þessi þjónusta sé öðruvísi.“

Þeir sem vilja hefðbundið hlaðborð fá svo sannarlega sitt enda er Dóra bæði með á boðstólum purusteik og kalkún. Sérstaða jólahlaðborðsins frá Culina er hins vegar gómsætir, kjötlausir réttir á borð við graskersböku og hnetusteik.

Jólamatseðill Culina

Snittur í forrétt:
Blini með reyktum laxi
Spínatbaka með blaðlauk og riccotta
Fyllt egg með fáfnisgrasi og rauðrófugrafinni bleikju
Maltsoðið lamb með steinseljurótarmauki á steiktu brauði

Aðalréttahlaðborð:
Hægeldaður kalkúnn með rósmarín og smjöri, purusteik, graskersbaka með kóríander og engifer, villisveppasósa ristað rótargrænmeti með tímjan, sætkartöflumús, eplasalat með valhnetum, nýsoðið rauðkál með kanil, púrtvínsoðnar plómur.

Brauð og lakkríssmjör

Eftirréttir:

Súkkulaðimús með espresso-tóni
Möndlugrautur og saftsósa
Maríneraðir ávextir með myntu

Þessi herlegheit kosta 5.500 krónur á mann, lágmarkspöntun er fyrir 20 manns.

Það má sleppa forréttinum ef fólk kýs svo og er verðið þá 4.500 krónur.

Nánari upplýsingar, ráðgjöf og móttaka pantana er í gegnum netfangið dora@culina.is eða í síma 892 5320

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni