fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
FókusKynning

Kol hlýtur alþjóðlega viðurkenningu frá White Guide

Kynning

Einn af tíu bestu veitingastöðum á Íslandi

Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 24. nóvember 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Girnilegur humarréttur.
Girnilegur humarréttur.

Kol má með sanni segja að sé einn heitasti veitingastaðurinn á Íslandi í dag og hefur meðal annars tekið sinn þátt í að umbylta kokteilmenningunni hér á Íslandi undanfarin ár. „Það gleður okkur líka að nefna að Kol hlaut viðurkenningu frá White Guide listanum. Kol er þar á topp tíu listanum yfir veitingastaði á Íslandi og er það okkur mjög mikill heiður,“ segir Gunnar Rafn Heiðarsson, rekstrarstjóri Kol. White Guide er virtur listi sem vinnur eftir svipaðari hugmyndafræði og Michelin Guide, sem margir kannast við, og er virtasti listi yfir flokkun á veitingastöðum í heiminum. Líkt og Michelin flokkar White Guide listinn veitingastaði eftir klassa og gefur þeim einkunn fyrir umhverfi, íburð, mat, þjónustu og drykki. „Það sem er sérstakt við White Guide er að hann einblínir á Norðurlöndin, en því svæði hefur Michelin ekki veitt nægilega athygli og yfirferð í gegnum tíðina og er það miður, því hér er ótrúlega margt spennandi að gerast í matarmenningu. Því er White Guide mun marktækari listi en Michelin hvað Norðurlöndin varðar,“ bendir Gunnar á.

Alþjóðlegir réttir úr íslensku hráefni.
Alþjóðlegir réttir úr íslensku hráefni.

Mynd: sr-photos.com

Veitingastaðurinn Kol opnaði þann 14. febrúar 2014 og eru eigendurnir fjórir; Óli Már Ólason, Andri Björn Björnsson, Stefán Magnússon og Gunnar Rafn. „Kol býður upp á rétti frá öllum heimshornum en leitast jafnframt við að nota sem mest af íslensku gæðahráefni og leyfa því að njóta sín. Eins gerum við líka út á létta og lifandi stemningu í þjónustunni í salnum og bjóðum upp á fjölbreyttan og umfangsmikinn vínseðil,“ segir Gunnar.

Gæðakokteilar
Gæðakokteilar

Kol er, ásamt nokkrum öðrum stöðum í miðbæ Reykjavíkur, leiðandi í nýju kokteilbyltingunni sem hefur farið eins og eldur um sinu um heim allan undanfarin ár, kokteilunnendum til töluverðrar ánægju. „Við hjá Kol leggjum ríka áherslu á að kokteilarnir séu eingöngu búnir til úr hágæðahráefni og notum einungis ferska safa. Auk þess framleiðum við mikið af eigin sírópum og áfengisblöndum hér í húsinu,“ segir Gunnar og bætir við að Kol sé alltaf með einn kokteil á listanum í nóvember og desember sem komi fólki í jólaskapið.

Hitnar heldur betur í kolunum.
Hitnar heldur betur í kolunum.

Í lok nóvember mun hitna ansi mikið í kolunum því þá býður Kol upp á jólamatseðil, til hliðar við þann hefðbundna. Samanstendur jólaseðillinn af gómsætum réttum og hráefnum sem minna á jólin án þess að bókstaflega sé um að ræða hefðbundninn íslenskan jólamat. „Við pössum okkur á að gera réttina ekki of jólalega eða hefðbundna þar sem fólk fær yfirleitt meira en nóg af þeim mat annarsstaðar,“ segir Gunnar. Þetta fyrirkomulag hefur slegið í gegn hjá landanum síðustu ár og eru eigendur Kol vel á veg komnir að bóka staðinn upp fyrir jólin. Því fer hver að verða síðastur að panta sér borð á einum af tíu bestu veitingastöðum Íslands.

Kol er staðsettur að Skólavörðustíg 40, 101 Reykjavík.
Veitingastaðurinn er einnig duglegur á samfélagsmiðlunum Twitter @kolrestaurant og á facebook.
Hægt er að hafa samband og panta borð í síma 517-7474.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni