fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
FókusKynning

LEGO fyrir alla, konur og kalla

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 22. nóvember 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lego þarf vart að kynna enda er um að ræða heimsþekkt vörumerki sem fæst nánast alls staðar á Íslandi. „Þú finnur Lego í stærstu matvöruverslunum og í litlum skúmaskotum úti á landi,“ segir Frímann Valdimarsson, starfsmaður Legobúðarinnar í Smáralind og yfir-Legonörd að eigin sögn. Hann bendir jafnframt á að í Legobúðinni vinni eingöngu Legonördar, sem viti töluvert meira um Lego en starfsmenn annarra verslana. „Allir starfsmenn Legobúðarinnar hafa farið í sérstakt námskeið á vegum höfuðstöðva Lego-vörumerkisins. Því eru allir sem vinna í Legobúðinni svokallaðir Lego-Specialistar,“ bætir hann við. Frímann segist hafa safnað Lego-settum markvisst í 10 ár, og hefur verið að leika sér með Lego í hátt í 25 ár. Lego er síður en svo bara fyrir börn, þó svo börn hafi flest mjög gaman af Lego. Frímann bendir á að til séu ófá samfélög Legonörda á veraldarvefnum þar sem Legonördar um allan heim deila fróðleik um Lego-vörumerkið og fleira áhugavert efni tengt því.

Legobúðin var opnuð á Íslandi þann 17. mars á þessu ári. Verslunin er staðsett í Smáralind á annarri hæð og þekkist á glæsilegum útstillingum eingöngu byggðum úr Legokubbum af Frímanni. Í versluninni fæst töluvert meira úrval af Legovörum en þekkist annars staðar hérlendis. Legobúðin selur langflest af þeim þemum og línum sem Lego setur á markað og allar sem fást í Evrópu. Vinsælustu línurnar eru Star Wars-línan, Superheroes-línan, Lego Friends og Lego City, sem er í raun áframhald á upphaflegu Legolínunni. „Og þó svo búðin sé sérvöruverslun, þá eru vörurnar ekki seldar á hærra verði en annars staðar, við höfum meira að segja oft verið ódýrari en aðrar verslanir,“ bendir Frímann á.

„Lego framleiðir ótrúlegt úrval af línum og settum. Það er í raun til Lego fyrir alla, alla aldurshópa og öll kyn. Sjálfur er ég aðallega í því að byggja borgir og bæi,“ segir Frímann. Hann segist safna markvisst settum úr Lego Creator-línunni. Um er að ræða línu sem inniheldur aðallega húsasett og eru sum húsin meðal þeirra stærstu og flóknustu sem fást frá Lego. Það nýjasta í línunni eru svokölluð þrír-í-einu sett, þar sem hægt er að byggja þrjá mismunandi hluti úr einu setti af kubbum. „Svo dett ég líka aðeins inn í Superheroes-línuna. Spiderman er enda minn maður,“ greinir Frímann frá.

Legobúðin selur einnig sjaldgæfari Lego-sett og þar má til dæmis nefna Architect Lego-línuna, sem fæst eingöngu í Legobúðinni. „Það má í raun enginn annar á Íslandi selja þetta en við. Hér er mjög gott úrval úr Architect-línunni eða um tíu sett,“ segir Frímann. Línan kom fyrst á markað árið 2008 og byrjaði upphaflega með arkitekti frá Bandaríkjunum sem hafði verið Legonörd frá því hann var lítill. Hann lék sér sem lítill drengur við að búa til módel úr Lego af raunverulegum byggingum. Hann sendi svo tillögu í gegnum fjármögnunarsíðuna ideas.com og hóf þannig samstarf með Lego. „Í dag er Architect-línan orðin sérstakt þema hjá Lego og selst mjög vel. Lego er í samstarfi við framan nefnda vefsíðu og þar sendir fólk inn tillögur fyrir Lego-sett. Fái tillagan 10.000 „like“ eða meira, þá fer settið í framleiðslu og sá sem átti tillöguna fær prósentu af sölu settsins,“ útskýrir Frímann. „Við erum líka með Mindstorms-línuna sem ég hef ekki séð annars staðar. Sú lína inniheldur vélmenni sem hægt er að stjórna með appi í símanum. Við erum í raun með allt sem aðrir eru með, nema bara meira af því, betra úrval og töluvert betri þjónustu,“ segir Frímann.

Legobúðin er á 2. hæð í Smáralind, 201 Kópavogi.
Hægt er að fylgjast með Legobúðinni á helstu samskiptamiðlum svo sem Facebook, Twitter, Instagram og Snapchat.
Hægt er að hafa samband við starfsmenn Legobúðarinnar í síma 551-6700.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni