fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
FókusKynning

Græja sem er draumi líkust

Kynning

DEFA bílahitarar frá Mekonomen

Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 22. nóvember 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mekonomen í Garðabæ sérhæfir sig í bílavarahlutum og aukahlutum fyrir allar bílategundir, einnig rekstrarvörum fyrir bíla og bílaverkstæði. Fyrirtækið býður upp á vottaða varahluti með þriggja og upp í fimm ára ábyrgð. „Við seljum eingöngu vörur sem eru jafngóðar eða betri en þær sem koma „orginal“ í bílunum. Þess vegna getum við boðið upp á svo langa ábyrgð. Við leggjum ríka áherslu á að bjóða upp á gæðavörur og fyrirmyndarþjónustu,“ segir verslunarstjóri Mekonomen i Garðabæ. Mekonomen er í grunninn sænskt fyrirtæki og jafnframt stærsta fyrirtæki í Skandinavíu á sviði bílavarahluta fyrir neytendur og fagaðila. Verslun Mekonomen í Garðabæ var opnuð í maí 2011 og hefur kúnnahópurinn stækkað gríðarlega á síðustu árum.

DEFA bílahitari. Alger draumagræja.
DEFA bílahitari. Alger draumagræja.

Væri ekki dásamlegt að sleppa við að skafa glugga og geta sest inn í heitan og notalegan bílinn á köldum vetrarmorgni? Hjá Mekonomen færðu draumagræjuna. Um er að ræða nettan DEFA Termini 1700 bílahitara sem komið er fyrir í bifreiðinni, til dæmis undir mælaborðinu og þú þarftu aldrei aftur eyða köldum vetrarmorgni í að skafa beinharðan klakann af rúðunum. DEFA bílahitarinn vermir bifreiðina á skjótan og skilvirkan hátt. Fyrir aðeins kr. 39.000 geturðu keypt DEFA bílahitara ásamt öllum tengibúnaði og tímarofa sem ræsir hitarann t.d. klukkutíma áður en þú leggur af stað. Og fyrir sanngjarnt verð sér Mekonomen bílaverkstæðið í Garðabæ eða annað gott bílaverkstæði um að koma hitaranum fyrir í bílnum.

Mekonomen verslunini í Garðabæ er í beinu sambandi við svo gott sem öll bílaverkstæði á landinu. Hafirðu einhverjar frekari spurningar um vöruna eru verkstæðin með upplýsingar frá Mekonomen um bílahitarana og geta því frætt viðskiptavininn nánar um notkun hans.

Mekonomen er staðsett að Smiðsbúð 2, 210 Garðabæ.
Hafa má samband í síma 527-2300.
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Mekonomen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni