Gunnar Jónsson, betur þekktur sem Gussi, gerir það gott þessa daganna í Djöflaeyjunni í Þjóðleikshúsinu. Bráðlega byrjar hann svo að æfa fyrir barnasýninguna Fjarskaland sem verður frumsýnd í lok janúar. „Ég er á árssamningi núna hjá Þjóðleikhúsinu sem er alveg frábært. Það er afar lærdómsríkt að starfa í þessu umhverfi og þetta verður bara betra með hverjum deginum,“ segir Gussi einlægur í stuttu spjalli við blaðamann áður en smökkunin hófst. Menn verða ekki ljúfari í framkomu en Gussi og því kom á óvart að hann var grimmasti dómari kvöldsins. Hann gaf skýrt til kynna ef að honum mislíkaði eitthvað en var aftur á móti ánægður þegar bragðlaukarnir fengu eitthvað fyrir sinn snúð.
Fagnaðarerindið hlaut hæstu einkunn Gussa eða 8,5 og ekki vantar maltið í leikarann því Egils Malt Jólabjór hlaut einkunnina 8 hjá honum. Þegar kom að því að velja sér tvær tegundir heim þá valdi Gussi sér Giljagaur og Fagnaðarerindið.
http://www.dv.is/neytendur/2016/11/11/giljagaur-valinn-besti-jolabjorinn/